Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Undirbúum næsta hagvaxtaskeið 

Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful.

Skoðun
Fréttamynd

Furðuveröld sendiherrans

Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Boris Kardashian

Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur.

Skoðun
Fréttamynd

Ræktum eldsneyti

Hægt er að minnka losun margra gróðurhúsalofttegunda um allt að 70% á tiltölulega auðveldan hátt með því að breyta eldsneytisnotkun skipa þannig að þau noti jurtaolíu, bíódísil eða annað lífrænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju með háskólaprófið!

Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi.

Skoðun
Fréttamynd

Núvitund

Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður.

Skoðun
Fréttamynd

Olíufélögin í uppbyggingu

Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1912 kaupir meirihluta í Emmessís

Pálmi Jónsson keypti 89 prósent í Emmessís í lok apríl og selur nú meirihluta í fyrirtækinu. Kaupandinn á og rekur heildsöluna Nathan & Olsen og Ekruna. Stjórnendur 1912 sjá samlegðartækifæri í kaupunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Incrementum með um eitt prósent í Símanum

Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti

Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti.

Erlent
Fréttamynd

Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans

Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina 

Á ný­af­stöðnu af­mælis­þingi ILO, eða Al­þjóða­vinnu­mála­stofnunarinnar, var samþykkt tíma­mótasam­þykkt gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað. Sam­þykktin er fyrsti al­þjóða­samningur sinnar tegundar og markar mikil tíma­mót í bar­áttu gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað.

Innlent
Fréttamynd

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm

Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Loftræstikerfið líkleg skýring

Skólastjórnendur Hagaskóla funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna ástands átta kennslustofa. Kvartanir hafa borist frá nemendum og starfsfólki um slappleika, ógleði og höfuðverk. Má það rekja til óæskilegs koltvísýringsmagns í andrúmsloftinu.

Innlent
Fréttamynd

Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest

Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.

Innlent
Fréttamynd

Lagði áherslu á vináttuna

Áttatíu nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst 22. júní. Einn þeirra  er Hvergerðingurinn Thelma Rós Kristinsdóttir og hún hélt ræðu við athöfnina.

Innlent
Fréttamynd

Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snögg­reiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar.

Skoðun
Fréttamynd

Keisarinn er ekki í neinu?…

Reykjavíkurborg mun ekki ná markmiði sínu um 40% minni losun CO2 fyrir 2030 (m.v. 1990) nema gripið verði til róttækra aðgerða í þéttingu byggðar í Vatnsmýri. Án þéttingar þar mun ríkið ekki heldur ná sínum markmiðum nema með því að kosta til gríðarlegum viðbótar fjármunum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja að hætt sé við framsal

Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna.

Erlent
Fréttamynd

Að fá að deyja með reisn

Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg.

Skoðun
Fréttamynd

Barnaverndaráætlun – nýr tónn og aukið fjármagn

Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum var samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. Þar kveður við nýjan tón á ýmsum sviðum enda er gert ráð fyrir 600 milljóna fjáraukningu til þess að byggja upp og þróa ný úrræði og þjónustu við börn.

Skoðun
Fréttamynd

Við gegn þeim

Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Eigendur spenna bogann með metarðgreiðslu

Gísli segir fyrirtækið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, hafa kallað eftir í því mörg ár að eigendur setji sér skýra arðgreiðslustefnu til framtíðar.

Viðskipti innlent