Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Aðalheiður Ámundadóttir og Daníel Freyr Birkisson skrifar 26. júní 2019 08:00 Málefni Íslandspósts hafa ítrekað verið umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. Fréttablaðið/Ernir Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. „Það er auðvitað gott að fá þessa skýrslu en mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofnanir séu í einhverju hálfkáki, veigra sér við að segja hlutina beint út og gefa ákveðnar ábendingar og tilmæli,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær í kjölfar sameiginlegs fundar fjárlaganefndar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Björn tekur sem dæmi að í skýrslunni sé ekki tekið með afgerandi hætti af skarið um hvort fjármálaráðuneytinu hefði borið að leita álits Samkeppniseftirlitsins varðandi stóra lánið til Íslandspósts. Þá sé engu slegið föstu í skýrslunni um óásættanleg samskipti milli aðila segir Björn og vísar til samskipta stjórnar félagsins og helstu stjórnenda og samskipta við bæði eftirlitsaðila og ráðuneyti um ólíkan skilning á útfærslu laga. „Það er heldur ekki tekið af skarið með það í skýrslunni hvort kostnaðarhlutdeild samkeppnishlutans sé lögleg, en það er auðvitað mjög mikilvæg spurning sem lýtur að því hvernig einkaréttur stendur undir öllum föstum kostnaði félagsins,“ segir Björn Leví. Svipaður tónn er í yfirlýsingu Félags atvinnurekenda um skýrsluna sem send var fjölmiðlum í gær en þar er lýst vonbrigðum með óljósa afstöðu í skýrslunni um hvort lögbundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið framkvæmdur með fullnægjandi hætti af Íslandspósti. Stór hluti starfsmanna félagsins vinni við verkefni sem ríkið eigi ekki að vera að sinna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það álit að brýnt sé að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í því breytilega umhverfi sem starfsgreinin býr við. Íslandspóstur hefur glímt við fjárhagsvanda að undanförnu. Fyrirtækið fékk síðasta haust 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkinu. Það dugði ekki til en í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja því til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu á starfseminni. Tap fyrirtækisins í fyrra nam 293 milljónum króna. Fjórar tillögur að úrbótum eru útlistaðar í úttektinni sem ákveðið var að ráðist yrði í í janúar á þessu ári. Í fyrstu tillögunni bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu sé mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem nú starfa fyrir Íslandspóst. Önnur tillagan miðar að því að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigandastefnu fyrir Íslandspóst vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana í rekstrarumhverfi félagsins. Þá þurfi að efla eftirlit en ríkisendurskoðandi leggur áherslu á að ráðuneyti og eftirlitsstofnanir túlki eftirlitsheimildir og -skyldur sínar gagnvart Íslandspósti með sama hætti og stundi forvirkt eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn. Að lokum sé full ástæða til þess að hagræða verulega í starfsemi Íslandspósts, einkum hvað varðar að sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli. Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að félagið þurfi á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um er að ræða aukið hlutafé, lánsfé eða bein fjárframlög frá ríkinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. „Það er auðvitað gott að fá þessa skýrslu en mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofnanir séu í einhverju hálfkáki, veigra sér við að segja hlutina beint út og gefa ákveðnar ábendingar og tilmæli,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær í kjölfar sameiginlegs fundar fjárlaganefndar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Björn tekur sem dæmi að í skýrslunni sé ekki tekið með afgerandi hætti af skarið um hvort fjármálaráðuneytinu hefði borið að leita álits Samkeppniseftirlitsins varðandi stóra lánið til Íslandspósts. Þá sé engu slegið föstu í skýrslunni um óásættanleg samskipti milli aðila segir Björn og vísar til samskipta stjórnar félagsins og helstu stjórnenda og samskipta við bæði eftirlitsaðila og ráðuneyti um ólíkan skilning á útfærslu laga. „Það er heldur ekki tekið af skarið með það í skýrslunni hvort kostnaðarhlutdeild samkeppnishlutans sé lögleg, en það er auðvitað mjög mikilvæg spurning sem lýtur að því hvernig einkaréttur stendur undir öllum föstum kostnaði félagsins,“ segir Björn Leví. Svipaður tónn er í yfirlýsingu Félags atvinnurekenda um skýrsluna sem send var fjölmiðlum í gær en þar er lýst vonbrigðum með óljósa afstöðu í skýrslunni um hvort lögbundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið framkvæmdur með fullnægjandi hætti af Íslandspósti. Stór hluti starfsmanna félagsins vinni við verkefni sem ríkið eigi ekki að vera að sinna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það álit að brýnt sé að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í því breytilega umhverfi sem starfsgreinin býr við. Íslandspóstur hefur glímt við fjárhagsvanda að undanförnu. Fyrirtækið fékk síðasta haust 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkinu. Það dugði ekki til en í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja því til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu á starfseminni. Tap fyrirtækisins í fyrra nam 293 milljónum króna. Fjórar tillögur að úrbótum eru útlistaðar í úttektinni sem ákveðið var að ráðist yrði í í janúar á þessu ári. Í fyrstu tillögunni bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu sé mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem nú starfa fyrir Íslandspóst. Önnur tillagan miðar að því að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigandastefnu fyrir Íslandspóst vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana í rekstrarumhverfi félagsins. Þá þurfi að efla eftirlit en ríkisendurskoðandi leggur áherslu á að ráðuneyti og eftirlitsstofnanir túlki eftirlitsheimildir og -skyldur sínar gagnvart Íslandspósti með sama hætti og stundi forvirkt eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn. Að lokum sé full ástæða til þess að hagræða verulega í starfsemi Íslandspósts, einkum hvað varðar að sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli. Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að félagið þurfi á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um er að ræða aukið hlutafé, lánsfé eða bein fjárframlög frá ríkinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17