Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2025 20:06 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Lýður Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. Viðmið taki mið af ríkisbréfum Jón Guðni Ómarsson bankastjóri gerði heiðarlega tilraun til að útskýra ný vaxtaviðmið Seðlabankans sem mikið hefur verið rætt um og ritað undanfarna daga. „Dómur Hæstaréttar gekk út á það að það þurfi að vera skýrleiki gagnvart neytandanum og lántakanum hvað gerist þá og að hann geti þá skoðað það sjálfur. Síðan er það Seðlabankinn sem óháður aðili sem birtir viðmið. Það er verið að uppfylla það með þessu,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. „Það sem Seðlabankinn gerir þarna er að þau eru að horfa á ríkisbréf. Það eru bréf sem þeir eiga mikil viðskipti með, djúpur markaður og góð verðmyndun. Gallinn hins vegar er að það eru ekki alltaf til fimm ára ríkisbréf. Þegar við ætlum að endursetja vexti til fimm ára þurfum við að horfa til þess hvað ríkið væri að fá lánað til fimm ára. Það er það sem Seðlabankinn er með þessu að reyna að meta,“ sagði hann svo en hagfræðingar hafa sagt viðmiðin óskýr og torskilin óhagfræðimenntuðum lesendum til varnar. Langtímalausn Jón Guðni segir lánin nýju verða á 4,75 prósenta verðtryggðum vöxtum og að þau standi öllum til boða, fyrstu kaupendum og almennum lántakendum. Aðspurður segist hann telja að losna muni um stífluna. „Við teljum klárlega svo vera. Hjá okkur eru tugir manna sem hafa verið að bíða eftir þessu og jafnvel að bíða með að klára sín fasteignakaup. Það verða vonandi skemmtileg símtöl við þetta fólk á næstu dögum,“ segir hann. Er þetta stór hópur? „Hjá okkur eru þetta tugir manna sem hafa þegar sótt um og hafa bara verið að bíða. Svo eru örugglega einhverjir fleiri líka sem hafa ekki sent inn umsókn en hafa verið að bíða eftir þessu. Þannig að það er svolítið erfitt að meta en við vonum að það fari bara tiltölulega hratt af stað,“ segir hann og bætir við að gera megi ráð fyrir fjöri í bankanum næstu daga. Er þetta skammtímalausn eða varanleg? „Við teljum að þetta sé varanleg lausn. Þetta mæti þeim kröfum sem eru settar fram í dómi Hæstaréttar sem féll í október. Í sjálfu sér er aldrei hægt að útiloka neitt en við horfum á þetta sem langtímalausn,“ segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Lánamál Fjármálafyrirtæki Fasteignamarkaður Íslandsbanki Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Viðmið taki mið af ríkisbréfum Jón Guðni Ómarsson bankastjóri gerði heiðarlega tilraun til að útskýra ný vaxtaviðmið Seðlabankans sem mikið hefur verið rætt um og ritað undanfarna daga. „Dómur Hæstaréttar gekk út á það að það þurfi að vera skýrleiki gagnvart neytandanum og lántakanum hvað gerist þá og að hann geti þá skoðað það sjálfur. Síðan er það Seðlabankinn sem óháður aðili sem birtir viðmið. Það er verið að uppfylla það með þessu,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. „Það sem Seðlabankinn gerir þarna er að þau eru að horfa á ríkisbréf. Það eru bréf sem þeir eiga mikil viðskipti með, djúpur markaður og góð verðmyndun. Gallinn hins vegar er að það eru ekki alltaf til fimm ára ríkisbréf. Þegar við ætlum að endursetja vexti til fimm ára þurfum við að horfa til þess hvað ríkið væri að fá lánað til fimm ára. Það er það sem Seðlabankinn er með þessu að reyna að meta,“ sagði hann svo en hagfræðingar hafa sagt viðmiðin óskýr og torskilin óhagfræðimenntuðum lesendum til varnar. Langtímalausn Jón Guðni segir lánin nýju verða á 4,75 prósenta verðtryggðum vöxtum og að þau standi öllum til boða, fyrstu kaupendum og almennum lántakendum. Aðspurður segist hann telja að losna muni um stífluna. „Við teljum klárlega svo vera. Hjá okkur eru tugir manna sem hafa verið að bíða eftir þessu og jafnvel að bíða með að klára sín fasteignakaup. Það verða vonandi skemmtileg símtöl við þetta fólk á næstu dögum,“ segir hann. Er þetta stór hópur? „Hjá okkur eru þetta tugir manna sem hafa þegar sótt um og hafa bara verið að bíða. Svo eru örugglega einhverjir fleiri líka sem hafa ekki sent inn umsókn en hafa verið að bíða eftir þessu. Þannig að það er svolítið erfitt að meta en við vonum að það fari bara tiltölulega hratt af stað,“ segir hann og bætir við að gera megi ráð fyrir fjöri í bankanum næstu daga. Er þetta skammtímalausn eða varanleg? „Við teljum að þetta sé varanleg lausn. Þetta mæti þeim kröfum sem eru settar fram í dómi Hæstaréttar sem féll í október. Í sjálfu sér er aldrei hægt að útiloka neitt en við horfum á þetta sem langtímalausn,“ segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka.
Lánamál Fjármálafyrirtæki Fasteignamarkaður Íslandsbanki Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira