Lagði áherslu á vináttuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 10:00 Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst, og Thelma Rós. Mynd/James Becker Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira