Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Arnar Tómas skrifar 26. júní 2019 07:00 WOW Cyclothon keppnin fór af stað í gær. Fréttablaðið/Valli Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27
Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58