Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. júní 2019 06:00 Forsætisnefnd Alþingis lauk meðferð málsins daginn eftir þinglok. Fréttablaðið/Stefán Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttindanefnd þingsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttindanefnd þingsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði