Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur fjárfest í bílasölunni Bílalíf. Þetta staðfestir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, í samtali við Markaðinn en gengið var frá kaupunum í síðustu viku. Bílalíf, sem er á Kletthálsi, er ein af elstu bílasölum landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1984.
Aðspurður segir Steingrímur að kaupin feli ekki í sér neinar breytingar á bílaleigurekstrinum. „Við erum í samstarfi við nokkrar bílasölur á höfuðborgarsvæðinu og ætlum að halda því áfram. Þarna sáum við einfaldlega viðskiptatækifæri sem okkur leist vel á,“ segir Steingrímur.
Í umfjöllun Markaðarins frá því í mars kom fram að stórar bílaleigur myndu bregðast við erfiðara rekstrarumhverfi með því að kaupa 20-30 prósent færri nýja bíla í ár.
Höldur kaupir bílasölu á Höfða
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna
Viðskipti erlent