Veður

Veður


Fréttamynd

Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi

Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Elliðaár flæða yfir bakka sína

Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi.

Innlent
Fréttamynd

Strekkingur og votviðri í dag

Búast má við sunnan- og suðvestan strekkingi í dag og hvössum vindstrengjum við fjöll norðantil á landinu í dag. Þá er vætusamt og hlýtt í veðri en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Skil mjakast norð­austur yfir landið

Skil mjakast norðaustur yfir landið í dag og fylgja þeim austan og suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma. Reikna má með hægari vindi um landið austanvert og að víða verði vægt frost.

Veður
Fréttamynd

Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið

Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig.

Veður
Fréttamynd

Víða rigning en slydda og snjó­koma fyrir norðan

Veðurstofan spáir suðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndur í dag, en á Vestjförðum má reikna með að allhvöss norðaustanátt verði ríkjandi. Spáð er rigningu eða súld með köflum en slyddu eða snjókomu fyrir norðan.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir á­fram­haldandi um­hleypinga

Reikna má með hvassri sunnanátt eða stormi á austanverðu landinu, hlýindi og rigning suðaustanlands framan af morgni, en lægir síðan, léttir til og kólnar. Annars vestlæg átt með éljum og hita nærri frostmarki.

Innlent
Fréttamynd

Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni

Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar.

Erlent
Fréttamynd

Verulega hlýtt loft á leiðinni

Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum.

Innlent
Fréttamynd

Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði

Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr vindi og úr­komu í dag

Veðurstofan spáir allhvassri suðvestanátt með éljagangi í fyrstu og eru gular viðvaranir í enn í gildi um landið sunnan- og vestanvert fram eftir morgni.

Veður
Fréttamynd

Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast

Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun

Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn.

Veður
Fréttamynd

Hæg umferð í höfuðborginni

Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu og það gengur á með dimmum éljum. Umferðin gæti orðið hæg í morgunsárið vegna lélegrar færðar.

Innlent
Fréttamynd

Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart

Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið.

Innlent