Stormur í kortunum en óljóst hvar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. ágúst 2023 11:47 Búist er við því að einhverjar viðvaranir verði settar um landið, en ekki liggur fyrir hver lituinn á þeim verður. Vísir/Vilhelm Búist er við stormi og rigningu á landinu um helgina. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvar á landinu veðrið verður verst. „Það lítur alveg út fyrir að við fáum heiðarlegan storm,“ segir Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á vakt Veðurstofu Íslands. „Það er svolítill haustbragur af þessari lægð, og hún er að koma það er alveg ljóst. Það er þó ekki alveg komið á hreint enn þá hvar hún lendir verst. En það er nokkuð ljóst að það verður stormur einhversstaðar og jafnvel mikil rigning í einhverjum landshlutum,“ bætir hann við. Eiríkur bætir við að stormur sem þessi sé að mæta óvenju snemma á árinu og því þyki Veðurstofunni rétt að láta vita af honum með ágætum fyrirvara þó hún hafi enn ekki gefið út viðvaranir vegna hans. Hann segist búast við því að viðvaranir verði einhverjar. Hann getur þó ekki spáð fyrir um hver liturinn á þeim verður. Að svo stöddu lítur staðan verst út á suður og vesturlandi að sögn Eiríks. Um helgina fer fram bæjarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Spurður út í hvort hann myndi hafa áhyggjur væri hann skipuleggjandi hátíðarinnar sagðist hann að minnst kosti sniðugt að fylgjast vel með veðurspám. „Ég myndi allavegana fylgjast vel með veðurspám og taka stöðuna á því sem ég ætti von á,“ segir Eiríkur sem tekur fram að framkvæmd hátíðarinnar sé ekki vonlaus, en betra væri að vera meðvitaður um stöðuna. Veður Reykjanesbær Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Það lítur alveg út fyrir að við fáum heiðarlegan storm,“ segir Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á vakt Veðurstofu Íslands. „Það er svolítill haustbragur af þessari lægð, og hún er að koma það er alveg ljóst. Það er þó ekki alveg komið á hreint enn þá hvar hún lendir verst. En það er nokkuð ljóst að það verður stormur einhversstaðar og jafnvel mikil rigning í einhverjum landshlutum,“ bætir hann við. Eiríkur bætir við að stormur sem þessi sé að mæta óvenju snemma á árinu og því þyki Veðurstofunni rétt að láta vita af honum með ágætum fyrirvara þó hún hafi enn ekki gefið út viðvaranir vegna hans. Hann segist búast við því að viðvaranir verði einhverjar. Hann getur þó ekki spáð fyrir um hver liturinn á þeim verður. Að svo stöddu lítur staðan verst út á suður og vesturlandi að sögn Eiríks. Um helgina fer fram bæjarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Spurður út í hvort hann myndi hafa áhyggjur væri hann skipuleggjandi hátíðarinnar sagðist hann að minnst kosti sniðugt að fylgjast vel með veðurspám. „Ég myndi allavegana fylgjast vel með veðurspám og taka stöðuna á því sem ég ætti von á,“ segir Eiríkur sem tekur fram að framkvæmd hátíðarinnar sé ekki vonlaus, en betra væri að vera meðvitaður um stöðuna.
Veður Reykjanesbær Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira