Golfvöllurinn á kafi og manni bjargað úr húsi í Sandgerði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 23:20 Ljóst er að Kirkjubólsvöllur í Sandgerði hefur orðið fyrir miklum skemmdum. vísir Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu manni til bjargar eftir að sjór flæddi yfir sjóvarnargarða í Sandgerði. Sjórinn umlukti hús hans en það er sömuleiðis allt á floti á golfvelli bæjarins. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira