Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að lægðinni fylgi úrkomusvæði sem hreyfist austur með lægðinni og rofar svo til í kjölfarið.
Hiti verður á bilinu níu til sextán stig, hlýjast syðst.
„Skýjað með köflum á Norðausturlandi og sums staðar lítilsháttar væta.
Á morgun er þokast dálítill hæðarhryggur yfir landið og vindar því hægir og bjart með köflum, en smá skúrir á Suðausturlandi. Kólnar lítið eitt. Sömuleiðis, útlit fyrir aðgerðalítið veður á miðvikudag og fimmtudag,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Hæg breytileg átt, en norðan 5-10 m/s austast framan af degi. Bjart með köflum, en smá skúrir á Suðausturlandi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag: Hægviðri, en suðaustankaldi með suðurströndinni. Víða smá skúrir, en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti 9 til 14 stig.
Á föstudag: Gengur í suðaustanhvassviðri með rigningu, en hægara og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.
Á laugardag: Útlit fyrir stífa suðvestanátt með rigningu eða skúrum, en þurrt að mestu norðaustantil. Kólnar í veðri.
Á sunnudag: Suðlæg átt með vætu víða um land, en þurrt að kalla fyrir norðan.