Veður

Veður


Fréttamynd

Rigning í kortunum þessa vikuna

Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Allt að 22 gráður fyrir norðan en gular við­varanir sunnan­lands

Í dag eru gular veðurviðvaranir við gildi á Suðurlandi og Faxaflóa en hiti á suðvesturhorninu verður á bilinu níu til sextán stig. Á norðaustanverðu landinu verður þurrt fram eftir degi með hita að 22 stigum. Fyrri hluta dags verður suðaustan átt og snýst hún í suðvestan seinnipartinn. 

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu lokað á morgun

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir í gildi fram á kvöld

Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra ásamt Norðurlandi eystra. Búast má við vexti í ám og lækjum en ásamt því gætu vatnsföll flætt staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum og er útivistarfólki bent á hættu á kælingu vegna rigningar, lágs lofthita og vinda.

Veður
Fréttamynd

Varað við mikilli rigningu á morgun

Gul veðurviðvörun er í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra sem og Norðurlandi eystra. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðuföllum.

Innlent
Fréttamynd

Veður í júlí sjaldan eins skítt

Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020.

Innlent
Fréttamynd

Glampandi sól í Eyjum

Gert er ráð fyrir glampandi sól í Vestmannaeyjum í dag en nokkuð stífri norðanátt. Heilt yfir er gert ráð fyrir norðvestlægri átt, víð 5-13 metrum á sekúndu, rigning öðru hvoru á norðanverðu landinu og skýjað með köflum. Aðeins bætir í vind með norðlægri átt eftir hádegi 8-15 metrum á sekúndu vestantil en annars hægari vindur.

Innlent
Fréttamynd

Allt að þrjá­tíu metrar á sekúndu

Gul viðvörun er enn í gildi á Norðurlandi eystra og vindhviður geta náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu austan Húsavíkur. Mikilvægt er að tryggja lausa hluti utandyra og veðrið getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veður
Fréttamynd

„Skaflarnir upp að hnjám“

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og hefur Sæsavatnaleið í Öskju verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Gular viðvaranir eru í gildi á miðhálendi og austurlandi um helgina og varað við slæmu skyggni og hálku á fjallvegum. 

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall.

Innlent
Fréttamynd

Snjókoma í júlí

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

Veður
Fréttamynd

Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi

Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag.

Veður
Fréttamynd

Hlýjast á sunnan­verðu landinu í dag

Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld.

Veður
Fréttamynd

Stóð af sér vatnavextina

Ekki þurfti að loka bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa en á þriðjudag varaði Vegagerðin við því að óljóst væri hvort brúin myndi standa af sér vatnsflauminn.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir tóku gildi í nótt

Gular viðvaranir vegna hvassviðris tóku gildi í nótt á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og einnig á Miðhálendinu. Á Breiðafirði er spáð allt að átján metrum á sekúndu og varir ástandið fram til klukkan ellefu.

Innlent
Fréttamynd

Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið.

Veður
Fréttamynd

Allt á floti á Selfossi

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar

Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð.

Veður
Fréttamynd

Haugarigning á Suðurlandinu og gul viðvörun í gildi

Útlit er fyrir hellidembu á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gul­ar viðvar­an­ir eru enn í gildi vegna úr­komu sunn­an­til á land­inu og hvassviðris á Miðhá­lend­inu og verða fram á kvöld hið minnsta.

Veður