Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 13:43 Kristinn var á leið í skötuveislu ásamt öðrum áhafnarmeðlimum Freyju, því næst var planið að fara að kaupa jólatré og hamborgarhrygg. Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu. Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“ Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“
Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira