Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. desember 2023 16:04 Ívar kveðst spenntur að halda jólin innilokaður á Flateyri. vísir Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney. Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney.
Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira