Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. Innlent 19. maí 2022 23:11
Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Innlent 19. maí 2022 19:37
Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Skoðun 19. maí 2022 14:01
Endurtalið vegna tveggja atkvæða munar Kjörstjórn Húnaþings vestra hefur fallist á beiðni N-listans um endurtalningu atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningar um liðna helgi. Innlent 19. maí 2022 13:44
Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Skoðun 19. maí 2022 13:30
Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. Innlent 19. maí 2022 13:06
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. Innlent 19. maí 2022 13:04
Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Innlent 19. maí 2022 11:44
Endurtalning skilaði sömu niðurstöðu í Garðabæ Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna. Innlent 19. maí 2022 10:15
Orri vonast til að geta tilkynnt um framhaldið síðar í dag Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga. Innlent 19. maí 2022 08:43
Dólgur í mynd sem fæstir tóku eftir Vakin var athygli á því í Íslandi í dag í gær að ekki væri ánægjulegt fyrir alla að fylgjast með ölvuðum frambjóðendum eða flokksmönnum ólíkra stjórnmálaflokka á kosningavökum í kringum kosningar. Lífið 19. maí 2022 08:31
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. Innlent 18. maí 2022 22:54
Oftast strikað yfir nafn Hildar Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur. Innlent 18. maí 2022 18:27
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Innlent 18. maí 2022 18:22
Lokaniðurstöður úr Kjósarhreppi Kjörsókn í Kjósarhreppi í sveitarstjórnarkosningunum var 86 prósent. Af þeim 222 sem voru á kjörskrá greiddu 191 atkvæði. Innlent 18. maí 2022 17:51
Lokaniðurstöður úr Árneshreppi Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Árneshreppi var 82,9 prósent. Úlfur Eyjólfsson frá Krossnesi er fyrsti aðalmaður í sveitarstjórn. Innlent 18. maí 2022 17:44
Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins ganga vel Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Hornafirði ganga vel að sögn oddvita Kex-framboðs. Innlent 18. maí 2022 14:48
Ísleifur í Kálfholti hlaut flest atkvæði í Ásahreppi Ísleifur Jónasson í Kálfholti hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Ásahreppi á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 12:34
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 18. maí 2022 12:25
Flestir íbúar hreppsins vilja sameinast „öllu Snæfellsnesi“ Herdís Þórðardóttir hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtahreppi á sunnan- og innanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn. Samhliða kosningum til hreppsnefndar fór fram skoðanakönnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga. Innlent 18. maí 2022 11:24
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Innlent 18. maí 2022 10:58
Flestir vildu Magnús í hreppsnefnd Skagabyggðar Magnús Björnsson bóndi fékk flest atkvæði til setu í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Skagabyggð á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 10:55
Finnur fékk flest atkvæði í Kaldrananeshreppi Finnur Ólafsson fékk flest atkvæði í óbundnum kosningum sem fram fóru í Kaldrananeshreppi í á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 10:26
Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Skoðun 18. maí 2022 08:30
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Innlent 17. maí 2022 21:10
„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Innlent 17. maí 2022 20:01
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Innlent 17. maí 2022 19:20
Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. Innlent 17. maí 2022 18:54
„Af hverju ekki Dóra?“ Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Innlent 17. maí 2022 18:06
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. Innlent 17. maí 2022 15:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent