„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2022 20:01 Orri Vignir Hlöðversson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira