„Af hverju ekki Dóra?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 18:06 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira