„Af hverju ekki Dóra?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 18:06 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira