Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 18:22 Viðreisn getur unnið bæði til hægri og vinstri, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita flokksins í borginni. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira