Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 18:22 Viðreisn getur unnið bæði til hægri og vinstri, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita flokksins í borginni. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira