Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt

Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa sent HÍ kröfu um endur­greiðslu aftur til 2014

Stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands krefst þess að há­skólinn endur­greiði skráningar­gjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nem­endum undan­farin ár. Skoða þurfi hve langt aftur krafan nái en hún nái nokkur ár aftur í tímann. Full­trúi Vöku, í minni­hluta í Stúdenta­ráði segist efast um að endur­greiðsla sé það besta fyrir stúdenta.

Innlent
Fréttamynd

Reynsla mín af gervi­greind í mennta­skóla­kennslu

Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Af dyggða­skreytingu Reykja­víkur­borgar

Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir.

Skoðun
Fréttamynd

En þori ég, vil ég, get ég?

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun
Fréttamynd

Per­sónu­vernd og skóla­mál

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel.

Skoðun
Fréttamynd

Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið

Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varan­legan skaða

Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar – á­byrgðin er okkar

Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Skólarnir

Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum.

Skoðun
Fréttamynd

Að skera vín­ber með sveðju

Nýlega hafa viðtöl við Þorgrím Þráinsson og Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, fengið verðskuldaða athygli þar sem þeir lýsa báðir yfir áhyggjum af stöðu ungmenna. Ég get tekið undir áhyggjur af minnkandi orðaforða, þrautseigju, skorti á félagsfærni o.fl. en þegar þeir leggja til leið til að leysa vandann þá verð ég hugsi. 

Skoðun
Fréttamynd

Vill frekar banna síma utan en innan skóla

Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki allt komið í lag núna?

Skýrslan um vöggustofurnar er hrollvekjandi lesning. Þar er gerð úttekt á illri meðferð rúmlega þúsund ungbarna á árunum 1949 til 1973 en raunar voru vöggustofur starfræktar til ársins 1979. Börn á vöggustofum voru aðskilin frá foreldrum sínum, mánuðum og árum saman, án þess að nokkrir aðrir kæmu í þeirra stað.

Skoðun
Fréttamynd

Vel loðinn og vel liðinn

Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.

Lífið
Fréttamynd

Sál­fræðingar staldra við á­hyggjur Þor­gríms Þráins­sonar

Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni.

Innlent