Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 12:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Lítið er að frétta af kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög en fjölmiðlabann er í deilunni. Formaður Blaðamannafélagsins segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira