Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:32 Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun