Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2024 06:46 Árelía Eydís Guðmundsdóttir segir allt kapp lagt á að manna stöður í frístundamiðstöðum svo hægt sé að gefa öllum pláss sem vilja. Lengstur er biðlistinn hjá börnum í 4. bekk. Hildur Björnsdóttir segir óboðlegt að í nóvember séu enn biðlistar. Samsett Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að í síðustu viku, þann 20. nóvember, voru 194 börn á biðlista eftir plássi í frístund af 4.062 börnum í borginni. 3.868 börn höfðu þá fengið samþykkta vistun, þar af 3.575 börn í fullri umbeðinni vistun en 293 í hlutavistun. Í minnisblaðinu kemur fram að öll frístundaheimili hafi náð umbeðinni vistun í 1. bekk, 97 prósent frístundaheimilanna hafa náð umbeðinni vistun í 2. bekk þar sem eitt frístundaheimili er með hlutavistun fyrir einhver börn, 64 prósent frístundaheimilanna hafa náð umbeðinni vistun í 3. bekk og 54 prósent í fjórða bekk. Í frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi eða 64 einstaklinga samanborið við 38,8 stöðugildi þann 9. október síðastliðinn og 28,5 stöðugildi 21. nóvember 2023. Ráðið hefur verið í um 90 prósent stöðugilda. Mönnun í leikskólum Í minnisblaðinu segir að hraðar hafi tekist að ráða inn í leikskóla en í fyrra en að róðurinn sé nú svipaður og hann var í nóvember í fyrra. Þá kemur fram að búið sé að ráða í 15 stöðugildi en fólk eigi enn eftir að hefja störf. Þá geri leikskólastjórar jafnframt ráð fyrir því að þeir muni þurfa að ráða í um 47,5 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum. Talsvert sé um að starfsfólk hafi sagt upp frá og með áramótum. Þá kemur fram að fullmannað sé í 42 prósent leikskóla í Reykjavík og að rúman fimmtung leikskóla vanti starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi. Annan fimmtung vanti í eitt til 2,5 stöðugildi en tíu leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi. Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir allt kapp lagt á að ráða í þau stöðugildi sem eigi eftir að ráða í svo hægt verði að veita þeim öllum pláss sem enn bíða. „Mönnunin og biðlistarnir haldast auðvitað fullkomlega í hendur. Eins og kemur fram í minnisblaðinu er búið að ráða í 90 prósent stöðugilda. Það er misjafnlega þungt ástandið í borgarhlutum og það hefur verið erfiðara að manna í austurhlutanum,“ segir Árelía. Erfiðara að manna í austurhluta borgarinnar Stöðurnar séu að stórum hluta mannaðar af skólafólki sem margt hafi ekki tíma til að ferðast langar vegalengdir til að komast í vinnuna, sérstaklega ef þau búa ekki sjálf í þessum borgarhluta. „Við erum loks að ná inn börnum í 3. og 4. bekk í Fjósinu í Sæmundarskóla til dæmis þannig að við erum á góðri leið. Við erum bjartsýn á að þetta náist,“ segir Árelía. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur fulla trú á því að öll börn sem vilji pláss í frístund fái það.Vísir/Vilhelm Hún segir haustin alltaf erfið en að það ætti að nást jafnvægi fljótlega á stöðunni. Hún segist bjartsýn á að þau 194 börn sem enn bíða muni fá pláss í frístund í vetur. „Þetta hefur yfirleitt verið þannig að haustið er erfiðara. Við tökum fyrst inn þau börn sem eru í forgangi og svo förum við í árgangana,“ segir Árelía en fyrst eru tekin yngri börn. Eins og fram kemur í minnisblaðinu hafa öll börn í 1. bekk sem hefur verið óskað eftir vistun fyrir fengið hana og nær allir í 2. bekk. Hlutföllin eru svo verri í 3. og 4. bekk. Í hverjum árgangi í Reykjavík eru um 1.500 börn og miðað við að aðeins 194 börn eru á biðlista má gera ráð fyrir að alls ekki allir foreldrar í 3. og 4. bekk hafi óskað eftir vistun fyrir barnið. Hún segir að skóla- og frístundaráð taki næst stöðuna 8. janúar og séu mjög vakandi yfir þessari stöðu. Á meðan sé borgin að auglýsa á fullu eftir fólki. „Það er líka gaman að segja frá því að starfsánægja í félags- og frístundamiðstöðvum er mjög mikil. Fólk sem kemur þangað inn er mjög líklegt til að halda áfram. Þetta er starf sem fólki þykir vænt um þegar það er komið inn,“ segir Árelía. Verst í austurhluta en best í vesturhluta Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óboðlegt að svo langt inn í skólaárið séu enn svo mörg börn á bið. Hún segir stöðuna misjafna eftir borgarhlutum. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði sé staðan verst í gamla Austurbæ eða Norðurmiðstöð og Austurmiðstöð, það er í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Grafarholti, Árbæ og Grafarvogi. Staðan sé best í vesturhluta borgarinnar og Breiðholti. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir bagalegt að enn séu svo mörg börn á bið eftir plássi í frístund. Stöð 2/Einar „Biðlistar eru lengstir á frístundaheimilum í úthverfum borgarinnar. Þar búa foreldrar sem almennt þurfa að ferðast lengstan veg til vinnu og sitja fastir í umferðarteppum við upphaf og lok dags. Það er auðvitað enn ein flækjan í þeirra hversdag að þurfa ofan á allt að hafa áhyggjur af því að koma börnunum sínum í pössun að loknum skóladegi.“ Engin börn á bið í öðrum sveitarfélögum Hildur segir stöðuna hafa verið sambærilega fyrir ári síðan og það lýsi því vel hversu lítil áherslan sé í borginni á þjónustu við barnafjölskyldur í Reykjavík. Til samanburðar séu engir biðlistar í frístund í öðrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Það hafi Hildur fengið staðfest. „Hvert einasta ár birtist þessi sami vandræðagangur á frístundaheimilunum. Svo þekkjum við auðvitað öll biðlistavanda leikskólanna. Hér þarf fólk í forystu sem setur málefni fjölskyldunnar í forgrunn, sem tryggir örugg úrræði í kjölfar fæðingarorlofs og áreiðanlega frístund að loknum skóladegi,” segir Hildur og heldur áfram: „Við þurfum að skoða þjónustu við fjölskyldufólk í borginni heildstætt. Brotalamirnar eru allt of margar og andvaraleysið í málaflokknum hefur verið viðvarandi um alltof langt skeið. Það vantar allan metnað í þetta. Við eigum ekki að hika við að setja okkur markmið um að vera með grunnskólakerfi í fremstu röð, úrval lausna fyrir fjölskyldur að loknu fæðingarorlofi og fjölbreytt frístunda- og tómstundaúrval fyrir börn að loknum skóladegi.“ Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27. nóvember 2024 14:08 Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frístundaheimili Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 28. október 2023 08:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í minnisblaðinu kemur einnig fram að í síðustu viku, þann 20. nóvember, voru 194 börn á biðlista eftir plássi í frístund af 4.062 börnum í borginni. 3.868 börn höfðu þá fengið samþykkta vistun, þar af 3.575 börn í fullri umbeðinni vistun en 293 í hlutavistun. Í minnisblaðinu kemur fram að öll frístundaheimili hafi náð umbeðinni vistun í 1. bekk, 97 prósent frístundaheimilanna hafa náð umbeðinni vistun í 2. bekk þar sem eitt frístundaheimili er með hlutavistun fyrir einhver börn, 64 prósent frístundaheimilanna hafa náð umbeðinni vistun í 3. bekk og 54 prósent í fjórða bekk. Í frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi eða 64 einstaklinga samanborið við 38,8 stöðugildi þann 9. október síðastliðinn og 28,5 stöðugildi 21. nóvember 2023. Ráðið hefur verið í um 90 prósent stöðugilda. Mönnun í leikskólum Í minnisblaðinu segir að hraðar hafi tekist að ráða inn í leikskóla en í fyrra en að róðurinn sé nú svipaður og hann var í nóvember í fyrra. Þá kemur fram að búið sé að ráða í 15 stöðugildi en fólk eigi enn eftir að hefja störf. Þá geri leikskólastjórar jafnframt ráð fyrir því að þeir muni þurfa að ráða í um 47,5 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum. Talsvert sé um að starfsfólk hafi sagt upp frá og með áramótum. Þá kemur fram að fullmannað sé í 42 prósent leikskóla í Reykjavík og að rúman fimmtung leikskóla vanti starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi. Annan fimmtung vanti í eitt til 2,5 stöðugildi en tíu leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi. Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir allt kapp lagt á að ráða í þau stöðugildi sem eigi eftir að ráða í svo hægt verði að veita þeim öllum pláss sem enn bíða. „Mönnunin og biðlistarnir haldast auðvitað fullkomlega í hendur. Eins og kemur fram í minnisblaðinu er búið að ráða í 90 prósent stöðugilda. Það er misjafnlega þungt ástandið í borgarhlutum og það hefur verið erfiðara að manna í austurhlutanum,“ segir Árelía. Erfiðara að manna í austurhluta borgarinnar Stöðurnar séu að stórum hluta mannaðar af skólafólki sem margt hafi ekki tíma til að ferðast langar vegalengdir til að komast í vinnuna, sérstaklega ef þau búa ekki sjálf í þessum borgarhluta. „Við erum loks að ná inn börnum í 3. og 4. bekk í Fjósinu í Sæmundarskóla til dæmis þannig að við erum á góðri leið. Við erum bjartsýn á að þetta náist,“ segir Árelía. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur fulla trú á því að öll börn sem vilji pláss í frístund fái það.Vísir/Vilhelm Hún segir haustin alltaf erfið en að það ætti að nást jafnvægi fljótlega á stöðunni. Hún segist bjartsýn á að þau 194 börn sem enn bíða muni fá pláss í frístund í vetur. „Þetta hefur yfirleitt verið þannig að haustið er erfiðara. Við tökum fyrst inn þau börn sem eru í forgangi og svo förum við í árgangana,“ segir Árelía en fyrst eru tekin yngri börn. Eins og fram kemur í minnisblaðinu hafa öll börn í 1. bekk sem hefur verið óskað eftir vistun fyrir fengið hana og nær allir í 2. bekk. Hlutföllin eru svo verri í 3. og 4. bekk. Í hverjum árgangi í Reykjavík eru um 1.500 börn og miðað við að aðeins 194 börn eru á biðlista má gera ráð fyrir að alls ekki allir foreldrar í 3. og 4. bekk hafi óskað eftir vistun fyrir barnið. Hún segir að skóla- og frístundaráð taki næst stöðuna 8. janúar og séu mjög vakandi yfir þessari stöðu. Á meðan sé borgin að auglýsa á fullu eftir fólki. „Það er líka gaman að segja frá því að starfsánægja í félags- og frístundamiðstöðvum er mjög mikil. Fólk sem kemur þangað inn er mjög líklegt til að halda áfram. Þetta er starf sem fólki þykir vænt um þegar það er komið inn,“ segir Árelía. Verst í austurhluta en best í vesturhluta Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óboðlegt að svo langt inn í skólaárið séu enn svo mörg börn á bið. Hún segir stöðuna misjafna eftir borgarhlutum. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði sé staðan verst í gamla Austurbæ eða Norðurmiðstöð og Austurmiðstöð, það er í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Grafarholti, Árbæ og Grafarvogi. Staðan sé best í vesturhluta borgarinnar og Breiðholti. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir bagalegt að enn séu svo mörg börn á bið eftir plássi í frístund. Stöð 2/Einar „Biðlistar eru lengstir á frístundaheimilum í úthverfum borgarinnar. Þar búa foreldrar sem almennt þurfa að ferðast lengstan veg til vinnu og sitja fastir í umferðarteppum við upphaf og lok dags. Það er auðvitað enn ein flækjan í þeirra hversdag að þurfa ofan á allt að hafa áhyggjur af því að koma börnunum sínum í pössun að loknum skóladegi.“ Engin börn á bið í öðrum sveitarfélögum Hildur segir stöðuna hafa verið sambærilega fyrir ári síðan og það lýsi því vel hversu lítil áherslan sé í borginni á þjónustu við barnafjölskyldur í Reykjavík. Til samanburðar séu engir biðlistar í frístund í öðrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Það hafi Hildur fengið staðfest. „Hvert einasta ár birtist þessi sami vandræðagangur á frístundaheimilunum. Svo þekkjum við auðvitað öll biðlistavanda leikskólanna. Hér þarf fólk í forystu sem setur málefni fjölskyldunnar í forgrunn, sem tryggir örugg úrræði í kjölfar fæðingarorlofs og áreiðanlega frístund að loknum skóladegi,” segir Hildur og heldur áfram: „Við þurfum að skoða þjónustu við fjölskyldufólk í borginni heildstætt. Brotalamirnar eru allt of margar og andvaraleysið í málaflokknum hefur verið viðvarandi um alltof langt skeið. Það vantar allan metnað í þetta. Við eigum ekki að hika við að setja okkur markmið um að vera með grunnskólakerfi í fremstu röð, úrval lausna fyrir fjölskyldur að loknu fæðingarorlofi og fjölbreytt frístunda- og tómstundaúrval fyrir börn að loknum skóladegi.“
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27. nóvember 2024 14:08 Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frístundaheimili Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 28. október 2023 08:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27. nóvember 2024 14:08
Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frístundaheimili Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 28. október 2023 08:01