Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 19:43 Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun