Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Hverfið þitt

Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Við­varandi neyðar­á­stand kemur ekki til greina

Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Af á­byrgð stjórn­enda

Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein.

Skoðun
Fréttamynd

Hin nýja inn­viða­skuld

Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum þriðju vaktina saman!

VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu?

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningur við fjöl­­skyldur fólks með heila­bilun

Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling.

Skoðun
Fréttamynd

Dag­gæsla á vinnu­stað

Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri.

Skoðun
Fréttamynd

Sveigjan­leg þjónusta fyrir fatlað fólk

Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili

Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti.

Skoðun
Fréttamynd

Norðurslóðir án íss!

Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarkall!

Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert.

Skoðun
Fréttamynd

Felum klúðrið – fórnum heimilunum: Aftur!

Það er stundum hjákátlegt að fylgjast með aðferðum stjórnmálamanna og „kerfisins“ við að fría sjálfa sig ábyrgð en því miður eru afleiðingar þess ekki alltaf jafn sniðugar og bitna oftar en ekki á þeim sem síst skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Stórir draumar rætast

Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hverfið mitt 2.0

Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn

Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Valið er skýrt

Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilin og störfin þurfa ábyrga stjórn

Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

En hvers vegna Píratar?

Hvað gerir Pírata öðruvísi, eða betri kost, en aðra flokka sem eru á svipuðu róli? Hvers vegna þykir okkur þess virði að halda úti sérstökum flokki?

Skoðun
Fréttamynd

Sam­skipti ríkis og sveitar­fé­laga

Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðdeild í ríkisrekstri

Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju.

Skoðun
Fréttamynd

Bölsýni eða bjartsýni?

Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland, ESB og evran

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel.

Skoðun
Fréttamynd

Iðn- og tækni­nám verður að efla

Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurstaðan

Nú finn ég mig hér sitjandi, um liðna daga hugsandi. Blað á borðið setjandi og penna úr vasa dragandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjár spurningar um fram­tíðina

Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við.

Skoðun
Fréttamynd

Tökum okkur tíma

Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð.

Skoðun