Hverjir eru flóttamenn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:02 - Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun