Hverjir eru flóttamenn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:02 - Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun