Símafrí í september Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir skrifa 3. september 2023 08:00 Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Halla Hrund Logadóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun