Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 16. september 2023 17:00 Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir af flugi Norðurþing Byggðamál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun