Trinity Rodman sýndi trixið sitt á stóra sviðinu Trinity Rodman var á skotskónum þegar Bandaríkin sigruðu Sambíu, 3-0, í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Markið kom eftir frábæra gabbhreyfingu sem er nefnd eftir henni. Fótbolti 26. júlí 2024 16:30
Brasilísk goðsögn rænd í París Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico lenti í óskemmtilegri uppákomu í París þar sem hann var mættur til að fylgjast með Ólympíuleikunum. Fótbolti 26. júlí 2024 16:01
Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. Sport 26. júlí 2024 15:30
Rígur Argentínu og Frakklands teygir sig til annarra íþrótta Hávær óp og ljót köll voru gerð að argentínska rúgbýlandsliðinu þegar það mætti því franska í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í gær. Sport 26. júlí 2024 14:30
Breskur Ólympíumeistari drýgir tekjurnar á OnlyFans Jack Laugher, sem varð fyrsti Ólympíumeistari Breta í dýfingum, setur inn efni á OnlyFans til að afla fjár. Hann segir ekki mjög arðbært að vera afreksmaður í dýfingum. Sport 26. júlí 2024 12:31
Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Sport 26. júlí 2024 12:06
Tískan á Ólympíuleikunum Sumarólympíuleikarnir 2024 verða settir með pomp og prakt í dag í París. Tískurisinn Louis Vuitton tók forskot á sæluna og bauð í fyrirpartý fyrir leikana í gær í höfuðstöðvum sínum þar sem stórstjörnur, hátískubransinn og atvinnu íþróttafólk kom saman í sínu alflottasta pússi. Tíska og hönnun 26. júlí 2024 11:31
Segir tíð lyfjapróf á kínversku sundfólki hluta af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna Qin Haiyang, heimsmethafi í tvö hundruð metra bringusundi, er pirraður á tíðum lyfjaprófum á Ólympíuleikunum í París og sakar þá sem standa fyrir þeim um að vera hluti af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna um að leggja stein í götu Kínverja. Sport 26. júlí 2024 11:31
Gæti verið rekinn heim af Ólympíuleikunum eftir glappaskot Ástralskur sundþjálfari kom sér í vandræði eftir að hafa farið í viðtal við suður-kóreska fjölmiðla rétt fyrir Ólympíuleikana í París. Sport 26. júlí 2024 11:01
„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ Handbolti 26. júlí 2024 10:30
Annar Ólympíuknapi ásakaður um dýraníð Austurríski knapinn Max Kuehner, sem keppir í sýnistökki á Ólympíuleikunum í París, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Honum er gert að sök að hafa barið hest sinn með kylfu til að láta hann stökkva hærra. Sport 26. júlí 2024 09:30
Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Innlent 26. júlí 2024 09:03
Michelin-mötuneytið veldur vonbrigðum og Bretar bóka einkakokk Ólympíuliði Bretlands var borið hrátt kjöt á borð og hefur í kjölfarið kallað eftir einkakokki til að matreiða fyrir íþróttafólkið meðan Ólympíuleikunum stendur yfir. Sport 26. júlí 2024 08:13
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. Erlent 26. júlí 2024 07:58
Priestman vikið úr starfi og aðstoðarmaðurinn fékk fangelsisdóm Beverly Priestman hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari kvennalandsliðs Kanada í fótbolta á meðan Ólympíuleikunum stendur eftir að frekari upplýsingar um drónanjósnir hennar litu dagsins ljós. Fótbolti 26. júlí 2024 07:32
Aðeins tveir af fimm keppendum Íslands mæta á Setningarhátíð ÓL Ísland sendir aðeins fimm keppendur á Ólympíuleikana í ár og meira en helmingur hópsins verður fjarverandi þegar leikarnir verða settir á morgun. Sport 25. júlí 2024 23:01
Heimakonur byrja leikana á sigri Frakkland vann góðan 3-2 sigur á Kólumbíu í A-riðli Ólympíuleikanna í kvöld en heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og gerðu nánast út um hann í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Fótbolti 25. júlí 2024 22:05
Þýskaland fór létt með Ástralíu Þjóðverjar byrjuðu Ólympíuleikana á að leggja Ástralíu 3-0 í knattspyrnu kvenna en Þjóðverjar höfðu töluverða yfirburði í leiknum. Fótbolti 25. júlí 2024 19:42
Eyja á skotskónum með Kanada Keppni í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum rúllaði af stað í dag og er tveimur leikjum lokið. Kanada lagði Nýja-Sjáland 2-1 og þá lagði Spánn Japan 2-1. Fótbolti 25. júlí 2024 17:21
Forseti alþjóða júdósambandsins reiður: Lélegar mottur og skítug höll í París Það eru fleiri en Danir sem eru ósáttir við aðbúnað íþróttafólks á Ólympíuleikunum í París. Forseti alþjóða júdósambandsins hefur nefnilega látið mótshaldara heyra það fyrir slæmar aðstæður. Sport 25. júlí 2024 15:30
Neglur Guðlaugar Eddu tilbúnar fyrir Ólympíuleikana Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er að upplifa drauminn sinn með því að keppa á Ólympíuleikunum í París. Sport 25. júlí 2024 14:40
Fyrsta heimsmetið fallið á ÓL í París Það er kannski ekki búið að setja Ólympíuleikanna í París en þetta er engu að síður keppnisdagur númer tvö. Sport 25. júlí 2024 14:21
Biðst afsökunar á að hafa óskað nauðgaranum góðs gengis á ÓL Paula Radcliffe, fyrrverandi heimsmeistari í maraþoni, hefur beðist afsökunar á að hafa óskað dæmdum nauðgara góðs gengis á Ólympíuleikunum í París. Sport 25. júlí 2024 13:00
Þórir með besta leikmann heims utan hóps í fyrsta leik á ÓL Þórir Hergeirsson er mættur á sína fjórðu Ólympíuleika sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins og fyrsti leikur liðsins á móti Svíþjóð í kvöld. Handbolti 25. júlí 2024 11:31
Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Sport 25. júlí 2024 11:01
Bónorð í Ólympíuþorpinu Það var mikil gleði í herbúðum argentínska Ólympíuhópsins í gær þar sem rómantíkin réði svo sannarlega ríkjum. Sport 25. júlí 2024 09:31
Danir ósáttir með mötuneytið í Ólympíuþorpinu: Langar raðir og kjötið kláraðist Danska íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París er langt frá því að vera sátt við mötuneytið í Ólympíuþorpinu. Handbolti 25. júlí 2024 07:00
Tekur ábyrgð á njósnunum og stýrir Kanada ekki í fyrsta leik Beverly Priestman stýrir kanadíska kvennalandsliðinu í fótbolta ekki í fyrsta leik þess á Ólympíuleikunum í París eftir að samstarfsfélagar hennar notuðu dróna til að njósna um æfingu mótherja morgundagsins, Nýja-Sjálands. Fótbolti 24. júlí 2024 23:30
Frönsku stjörnurnar skoruðu í öruggum sigri á Bandaríkjunum Stærstu stjörnur Ólympíuliðs Frakklands í fótbolta karla skoruðu í 3-0 sigri á Bandaríkjunum í A-riðli í kvöld. Fótbolti 24. júlí 2024 21:05
Mark dæmt af Argentínu löngu eftir leik: „Mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að“ Jöfnunarmark Argentínu gegn Marokkó í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum var dæmt af löngu eftir leik og þeir hvítu og bláu eru því stigalausir. Þjálfari argentínska liðsins segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Fótbolti 24. júlí 2024 17:49