Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Söngvari Ar­ca­de Fire sakaður um kyn­ferðis­brot

Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

Tónlist
Fréttamynd

Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók

Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna.

Menning
Fréttamynd

Eiríkur Guðmundsson borinn til grafar í dag

Menningargeirinn syrgir nú einn sinn allra besta mann. Fjölmiðlar verða ekki samir eftir fráfall Eiríks Guðmundsonar; menningarumfjöllun almennt verður það ekki heldur né sjálfur skáldskapurinn. Ekki verður betur skilið á fjölda minningargreina sem birtast bæði í Morgunblaðinu í dag og á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Harpa Þórs­dóttir er nýr þjóð­minja­vörður

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000.

Innlent
Fréttamynd

House of Dragon slær áhorfsmet hjá HBO

Þættirnir House of the Dragon virðast fara gífurlega vel af stað og hafa þættirnir þegar slegið nokkur áhorfsmet hjá HBO. Fyrsti þáttur HOD braut frumsýningarmet fyrirtækisins bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ætlar að synda í myrkrinu

Rex Pistols hefur vakið athygli fyrir tónlist sína í grasrótarhreyfingum íslensks tónlistarlífs. Rex Beckett, manneskjan á bak við verkefnið, heldur sína síðustu tónleika næstkomandi föstudag en ætlar svo að loka dyrunum í bili og hefja nýjan kafla. Blaðamaður tók púlsinn á Rex.

Tónlist
Fréttamynd

Sandy er komin með nýjan Danny

Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme.

Lífið
Fréttamynd

Markéta Irglová sótti innblástur í Bridgerton

Tónlistarhjónin Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson gáfu á dögunum út plötuna LILA sem er þeirra önnur plata í fullri lengd saman. Hún er gefin út í samstarfi við Secretly Canadian og Overcoat Recordings en sjálf reka þau útgáfuna Masterkey Sounds.

Lífið