Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2023 12:04 Hressir og skemmtilegir strákar eru í Drengjakór Reykjavíkur, sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja Aðsend Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook
Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira