Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. Tónlist 27. október 2022 08:00
Umdeild Love Island-stjarna á landinu Jacques O'Neill er staddur á landinu. Jacques varð heimsfrægur í sumar þegar hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttunum Love Island. Lífið 26. október 2022 22:07
„Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga. Makamál 26. október 2022 20:23
Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. Menning 26. október 2022 15:07
Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. Bíó og sjónvarp 26. október 2022 13:00
Pottaplöntufólk ekki leiðinlegt „Pottaplöntur laða það besta fram í fólki. Það er leitun að pottaplöntufólki sem er leiðinlegt. Því fylgir ánægja að horfa á eitthvað vaxa og lykillinn að lífinu er að finna sér eitthvað til þess að sinna. Það er sniðugt að gefa pottaplöntur í gjöf, þær endast lengur en blómvöndur og veita viðtakandanum líka ánægjuna af því að fá að dúllast við eitthvað sem vinir hafa lagt honum til,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur en bók hans Allt í blóma kom út í vor. Lífið samstarf 26. október 2022 10:31
Aðalframleiðandi Schitt‘s Creek látinn Hinn margverðlaunaði bandaríski sjónvarpsframleiðandi, Ben Feigin, lést í gær, 47 ára að aldri. Feigin var þekktastur fyrir að vera einn aðalframleiðanda þáttanna Schitt‘s Creek. Bíó og sjónvarp 26. október 2022 07:29
„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. Tónlist 26. október 2022 06:01
„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Menning 25. október 2022 22:41
Leikstjóri ráðlagði Kristínu að losa sig við áhrifavaldastimpilinn Kristín Pétursdóttir var snemma komin með leiklistaráhugann og lék í sinnu fyrstu kvikmynd í menntaskóla. Hún ákvað að sækja svo um í Listaháskóla Íslands á lokaárinu í Flensborg. Lífið 25. október 2022 22:01
Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum. Lífið 25. október 2022 16:02
Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. Tónlist 25. október 2022 15:01
Ræða næstu skref í réttindabaráttu fatlaðra í menningarheiminum Menningarhátíðin List án landamæra á sér stað um þessar mundir og má með sanni segja að það sé viðburðarík vika framundan. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir og eru öll velkomin. Menning 25. október 2022 14:01
Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2. Menning 25. október 2022 10:45
Ólafur Elíasson kynnti verk sitt í eyðimörkinni í Katar Íslensk-danski listamaðurinn Ólafur Elíasson kynnti í gær verk sitt í eyðimörkinni í Katar í tengslum við listahátíðina Qatar Creates Week. Menning 25. október 2022 07:48
„Ólíðandi og ámælisvert“ að vera sniðgengin Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði. Menning 24. október 2022 21:43
Leslie Jordan er látinn Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu. Bíó og sjónvarp 24. október 2022 20:14
Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Lífið 24. október 2022 17:30
Henry Cavill snýr aftur sem Superman Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017. Bíó og sjónvarp 24. október 2022 17:29
„Fyrir mér er listsköpun eilíf leit að sjálfinu“ Síðastliðinn föstudag sendi harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson frá plötuna FIKTA. Þar má finna íslensk verk en platan er gefin út með dönsku plötuútgáfunni Dacapo Records. Blaðamaður heyrði í Jónasi Ásgeiri. Tónlist 24. október 2022 10:00
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. Atvinnulíf 24. október 2022 07:02
Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Erlent 24. október 2022 06:43
„Sandy og Danny, þetta klikkar ekki!“ Grease tónleikasýning verður í Laugardalshöllinni næsta laugardag þar sem tónlistin er í flutningi Stuðlabandsins og öll umgjörð í leikstjórn Gretu Salóme. Menning 23. október 2022 23:07
KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 23. október 2022 11:01
Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Menning 23. október 2022 07:00
Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. Menning 22. október 2022 22:34
Óheilög og gríðarlega vinsæl Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok. Tónlist 22. október 2022 16:01
Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“ Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má. Menning 22. október 2022 10:01
„Maðurinn minn er besti pabbinn í öllum heiminum!“ „Það er alveg ofboðslega margt spennandi framundan, en því miður ekkert sem ég get talað um að svo stöddu,“ segir leyndardómsfull María Birta Bjarnadóttir aðspurð um framtíðarplön í viðtali við Makamál. Lífið 22. október 2022 08:01
Mjóddin má muna sinn fífil fegurri Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í umbætur á strætóskiptistöðinni í Mjóddinni. Stöðin er sú fjölfarnasta á landinu. Innlent 22. október 2022 07:01