Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2023 13:05 Kristinn sem er búin að vera fjallkóngur yfir 40 ár hér staddur í Landmannaréttum með góðu fólki. Aðsend Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend
Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira