Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Ný heimildar­mynd af­hjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrir­slátt MAST

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar.

Innlent
Fréttamynd

Vesturport fær lóð í Gufu­nesi

Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fagnar gagn­rýni á „rasshausa-ummæli“ sín

Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi.

Lífið
Fréttamynd

Ástar­senur í viku tvö með stórleikaranum

Kvikmyndin Eldarnir var frumsýnd hér á landi þann ellefta september og hefur síðan gripið vitund áhorfenda með ótrúlegum tæknibrellum og áhrifamiklum senum þar sem jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaganum lifna við á nýjan leik á stóra tjaldinu.

Lífið
Fréttamynd

„Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“

Í heimildamyndinni Jörðin undir fótum okkar bregðum við okkur í fylgd leikstjórans og fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum.

Lífið
Fréttamynd

Samdi lag um ást sína á RIFF

Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo.

Tónlist
Fréttamynd

Al­vöru bíó en hægt brenna Eldarnir

Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Barna­efni fyrir full­orðna

Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Virki­lega sláandi lífs­reynsla að koma til Grinda­víkur

„Ég er fyrst og fremst ótrúlega stolt af myndinni – og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri; að leika þessa flóknu konu sem fær þennan stóra boga. Það er ekki á hverjum degi á Íslandi sem það kemur út kvikmynd sem er þroskasaga einnar konu, skrifuð af konu og leikstýrt af konu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem fer með burðarhlutverkið í íslensku stórmyndinni Eldarnir sem frumsýnd verður þann 11. september næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Balta bregst boga­listin

Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Betri kvik­mynda­skóli

Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur þekkt soninn lengur en ráð­herrann

Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni.

Innlent
Fréttamynd

Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð

Saga Garðars­dótt­ir og Steinþór Hró­ar Steinþórs­son, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðal­hlut­verk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film.

Bíó og sjónvarp