Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. janúar 2026 15:21 Áramótaskaupið vakti mikla lukku að þessu sinni, en var þó ekki óumdeilt. RÚV/Facebook Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannanar Reykjavík síðdegis um sögðu yfir fimmtíu prósent svarenda skaupið hafa verið frábært, rúmur fjórðungur sagði það yfir meðallagi, þrettán prósent í meðallagi, fjögur prósent undir meðallagi og tæp sex prósent sögðu það lélegt. Sjá einnig: Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Þannig sögðu tæp 77 prósent skaupið frábært eða yfir meðallagi. Telja sig skyldug til að taka þátt Hannes Þór Arason og Allan Sigurðsson, leikstjórar Áramótaskaupsins, segjast hafa fundið fyrir mjög góðum viðbrögðum áhorfenda. „Miklu meira jákvætt en maður var tilbúinn í, af því að þetta fær oft mikla gagnrýni og maður var alveg tilbúinn í allt saman,“ segir Allan. Opnunaratriði skaupsins, þegar Þorsteinn Bachmann leikur Guðmund Inga Kristinsson menntamálaráðherra að reita af sér málfarsvillum, vakti mikla lukku sumra en hefur sætt gagnrýni annarra. Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur sakaði höfunda skaupsins til dæmis um málfarsfordóma í garð ráðherrans. „Það þarf alltaf að vera eitthvað til að kjamsa á daginn eftir. Það hefði verið skrítið ef það hefði ekki verið,“ segir Hannes. Mikill fjöldi leikara tók þátt í Skaupinu, en Hannes og Allan segja alla jafna lítið mál að sannfæra leikara um að vera með. „Skaupið er svona verkefni þar sem allir leikarar voru til í þetta, þegar þeir fengu kallið,“ segir Allan. „Þú segir ekki nei við skaupinu,“ skýtur Hannes inn í. „Og líka fyrir bæði okkur og höfundana er þetta ákveðið, svo ég sletti, jury duty fyrir fólk í skemmtanabransanum. Þegar þú færð kallið, þá tekurðu því,“ segir Allan. Léku lausum hala í hlutverki valkyrja Vakin er athygli á að eitt atriðið í skaupinu hafi að hluta til verið spunnið upp af leikurum á staðnum, en það var pólitísk útgáfa af Bannað að hlæja. Mál manna er að Sóli Hólm hafi farið á kostum sem Inga Sæland og álitsgjafar sögðu í kvöldfréttum RÚV á nýársdag að frammistaða hans hafi hreinlega staðið upp úr. Allan segir að fyrri hluti atriðisins hafi verið samvinna höfunda og leikara. „Svo fór maður að sjá hvað Sóli er mikill meistari í að vera Inga Sæland þannig að hann fékk bara algjörlega að improvísera,“ segir Allan. „Það var ákveðin beinagrind, við vissum hvernig við ætluðum að stilla þessu upp. Svo fengu leikararnir að spila svolítið með þetta,“ segir Hannes. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Áramótaskaupið Kvikmyndagerð á Íslandi Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannanar Reykjavík síðdegis um sögðu yfir fimmtíu prósent svarenda skaupið hafa verið frábært, rúmur fjórðungur sagði það yfir meðallagi, þrettán prósent í meðallagi, fjögur prósent undir meðallagi og tæp sex prósent sögðu það lélegt. Sjá einnig: Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Þannig sögðu tæp 77 prósent skaupið frábært eða yfir meðallagi. Telja sig skyldug til að taka þátt Hannes Þór Arason og Allan Sigurðsson, leikstjórar Áramótaskaupsins, segjast hafa fundið fyrir mjög góðum viðbrögðum áhorfenda. „Miklu meira jákvætt en maður var tilbúinn í, af því að þetta fær oft mikla gagnrýni og maður var alveg tilbúinn í allt saman,“ segir Allan. Opnunaratriði skaupsins, þegar Þorsteinn Bachmann leikur Guðmund Inga Kristinsson menntamálaráðherra að reita af sér málfarsvillum, vakti mikla lukku sumra en hefur sætt gagnrýni annarra. Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur sakaði höfunda skaupsins til dæmis um málfarsfordóma í garð ráðherrans. „Það þarf alltaf að vera eitthvað til að kjamsa á daginn eftir. Það hefði verið skrítið ef það hefði ekki verið,“ segir Hannes. Mikill fjöldi leikara tók þátt í Skaupinu, en Hannes og Allan segja alla jafna lítið mál að sannfæra leikara um að vera með. „Skaupið er svona verkefni þar sem allir leikarar voru til í þetta, þegar þeir fengu kallið,“ segir Allan. „Þú segir ekki nei við skaupinu,“ skýtur Hannes inn í. „Og líka fyrir bæði okkur og höfundana er þetta ákveðið, svo ég sletti, jury duty fyrir fólk í skemmtanabransanum. Þegar þú færð kallið, þá tekurðu því,“ segir Allan. Léku lausum hala í hlutverki valkyrja Vakin er athygli á að eitt atriðið í skaupinu hafi að hluta til verið spunnið upp af leikurum á staðnum, en það var pólitísk útgáfa af Bannað að hlæja. Mál manna er að Sóli Hólm hafi farið á kostum sem Inga Sæland og álitsgjafar sögðu í kvöldfréttum RÚV á nýársdag að frammistaða hans hafi hreinlega staðið upp úr. Allan segir að fyrri hluti atriðisins hafi verið samvinna höfunda og leikara. „Svo fór maður að sjá hvað Sóli er mikill meistari í að vera Inga Sæland þannig að hann fékk bara algjörlega að improvísera,“ segir Allan. „Það var ákveðin beinagrind, við vissum hvernig við ætluðum að stilla þessu upp. Svo fengu leikararnir að spila svolítið með þetta,“ segir Hannes. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Áramótaskaupið Kvikmyndagerð á Íslandi Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira