„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. september 2023 17:00 Kuntessa og Special-K kynntust í Flórens árið 2011 og eru nú mættar með lagið Kiki. Aðsend „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Lagið byrjar á símtali Kuntessu við vinkonuna Special-K og þeirri skyndiákvörðun að bjóða stelpunum og samkynhneigðum í heimsókn. „Það sem á eftir kemur er nokkurs konar athöfn í aðdraganda partýsins: viðkoma í sjoppunni, úttekt á áfengisúrvalinu og biðja vinkonu að ná í nokkra hluti sem gleymdust. Sérstaklega bleika freyðivínið frá Kylie Minogue sem er ómissandi og núverandi þráhyggja okkar lagahöfundanna. Fyrr en varir er stemningin gjörbreytt og við vitum að við munum öll hringja okkur inn veik á morgun,“ segir Katrín Helga. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Kuntessa ft. Special-K - Kiki Lagið er samstarf milli vinkvennanna og nafnanna Caterinu Vanucci, Kuntessu, og Katrínar Helgu Andrésdóttur, Special-K. Stöllurnar kynntust þegar Katrín bjó í Flórens, heimabæ Caterinu, árið 2011 og þær sóttu sama skólann, Accademia D'Arte. Þær urðu perluvinkonur og fluttu inn saman í London þegar þær af tilviljun bjuggu samtímis í borginni árið 2016. Það ár sömdu þær lagið Life Wasting Guilt. Vinkonurnar hafa ítrekað gert tónlistarmyndbönd fyrir hvor aðra og síðasta ári kom út lagið Mi Vuoi sem þær gerðu með hljómsveit Katrínar, Ultraflex. Nöfnurnar eru nú mættar aftur með laginu Kiki. Stelpurnar segja Kiki-ið eina móteitrið við gráma Londonborgar eftir sumarið.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Katrínu Helgu sem kemur víða fram bæði ein síns liðs og ásamt hljómsveit. „Ég er að spila með Ultraflex í Hollandi í lok september, í Osló og Bergen í byrjun október og í London í Nóvember. Þá mun Kuntessa að sjálfsögðu taka lagið með okkur.“ Patrik Atlason, Prettiboitjokkó, situr svo staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM ásamt Luigi með lagið Skína og Iceguys fylgja fast á eftir með lagið Krumla. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lagið byrjar á símtali Kuntessu við vinkonuna Special-K og þeirri skyndiákvörðun að bjóða stelpunum og samkynhneigðum í heimsókn. „Það sem á eftir kemur er nokkurs konar athöfn í aðdraganda partýsins: viðkoma í sjoppunni, úttekt á áfengisúrvalinu og biðja vinkonu að ná í nokkra hluti sem gleymdust. Sérstaklega bleika freyðivínið frá Kylie Minogue sem er ómissandi og núverandi þráhyggja okkar lagahöfundanna. Fyrr en varir er stemningin gjörbreytt og við vitum að við munum öll hringja okkur inn veik á morgun,“ segir Katrín Helga. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Kuntessa ft. Special-K - Kiki Lagið er samstarf milli vinkvennanna og nafnanna Caterinu Vanucci, Kuntessu, og Katrínar Helgu Andrésdóttur, Special-K. Stöllurnar kynntust þegar Katrín bjó í Flórens, heimabæ Caterinu, árið 2011 og þær sóttu sama skólann, Accademia D'Arte. Þær urðu perluvinkonur og fluttu inn saman í London þegar þær af tilviljun bjuggu samtímis í borginni árið 2016. Það ár sömdu þær lagið Life Wasting Guilt. Vinkonurnar hafa ítrekað gert tónlistarmyndbönd fyrir hvor aðra og síðasta ári kom út lagið Mi Vuoi sem þær gerðu með hljómsveit Katrínar, Ultraflex. Nöfnurnar eru nú mættar aftur með laginu Kiki. Stelpurnar segja Kiki-ið eina móteitrið við gráma Londonborgar eftir sumarið.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Katrínu Helgu sem kemur víða fram bæði ein síns liðs og ásamt hljómsveit. „Ég er að spila með Ultraflex í Hollandi í lok september, í Osló og Bergen í byrjun október og í London í Nóvember. Þá mun Kuntessa að sjálfsögðu taka lagið með okkur.“ Patrik Atlason, Prettiboitjokkó, situr svo staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM ásamt Luigi með lagið Skína og Iceguys fylgja fast á eftir með lagið Krumla. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira