Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2023 09:30 Derrick Rose kann vel við sig í New York en er í dag leikmaður Memphis. Mike Stobe/Getty Images Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. Myndband af Rose að spila skák í símanum sínum á miðjum Drake tónleikum fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Rose, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA árið 2011, leikur í dag með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur áður leikið fyrir Chicago Bulls, New York Knicks, Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons. Derrick Rose playing chess at Drake s concert pic.twitter.com/ioF1y288Bg— NBACentral (@TheDunkCentral) September 7, 2023 Hinn 34 ára gamli Rose er líkt og flestir leikmenn NBA-deildarinnar í sumarfríi um þessar mundir. Fjöldi leikmanna hefur undanfarnar vikur keppt á HM í körfubolta en Rose hefur nýtt sumarið til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Rose og Drake eiga sér sögu en leikmaðurinn er einn fjölmargra íþróttamanna sem Drake hefur sungið um. „I had to Derrick Rose the knee up before I got the re-up,“ segir í laginu Furthest Thing. Það kom því ef til vill ekki á óvart að Rose hafi verið meðal þeirra sem mættu á tónleika Drake í Glendale í Arizona-fylki á miðvikudaginn var. Það virðist þó sem tónleikarnir hafi ekki hrifið Rose sem vildi heldur spila skák í símanum. Ef til vill var Rose mættur með syni sínum en þó nokkur ár eru komin síðan sonur hans, P.J., fékk að fara upp á svið á miðjum tónleikum hjá Drake. Hvort sonurinn hafi verið með í för og hvort hann hafi fengið að fara upp á svið öðru sinni er ekki vitað að svo stöddu. Körfubolti NBA Tónlist Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Myndband af Rose að spila skák í símanum sínum á miðjum Drake tónleikum fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Rose, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA árið 2011, leikur í dag með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur áður leikið fyrir Chicago Bulls, New York Knicks, Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons. Derrick Rose playing chess at Drake s concert pic.twitter.com/ioF1y288Bg— NBACentral (@TheDunkCentral) September 7, 2023 Hinn 34 ára gamli Rose er líkt og flestir leikmenn NBA-deildarinnar í sumarfríi um þessar mundir. Fjöldi leikmanna hefur undanfarnar vikur keppt á HM í körfubolta en Rose hefur nýtt sumarið til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Rose og Drake eiga sér sögu en leikmaðurinn er einn fjölmargra íþróttamanna sem Drake hefur sungið um. „I had to Derrick Rose the knee up before I got the re-up,“ segir í laginu Furthest Thing. Það kom því ef til vill ekki á óvart að Rose hafi verið meðal þeirra sem mættu á tónleika Drake í Glendale í Arizona-fylki á miðvikudaginn var. Það virðist þó sem tónleikarnir hafi ekki hrifið Rose sem vildi heldur spila skák í símanum. Ef til vill var Rose mættur með syni sínum en þó nokkur ár eru komin síðan sonur hans, P.J., fékk að fara upp á svið á miðjum tónleikum hjá Drake. Hvort sonurinn hafi verið með í för og hvort hann hafi fengið að fara upp á svið öðru sinni er ekki vitað að svo stöddu.
Körfubolti NBA Tónlist Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira