Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Moratti: Mourinho er ógleymanlegur

    Massimo Moratti, forseti Evrópumeistara Inter, vonast enn til að Jose Mourinho verði áfram knatspyrnustjóri félagsins þó svo að allar líkur séu á að hann sé á leið til Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Ekkert meira fyrir mig að gera hér

    Snillingurinn José Mourinho, þjálfari Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld að hann sé líklega á förum frá félaginu þar sem hann hafi ekkert meira að gera þarna, búinn að vinna allt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Goran Pandev: Þetta er draumur

    Goran Pandev, leikmaður Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu að þetta væri draumur en hann hefur sigrað þrjá titla á aðeins sex mánuðum með liðinu en Inter keypti leikmanninn frá Lazio í janúar. Inter sigraði FC Bayern 2-0 með mörkum frá Diego Milito.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Gaal: Mourinho var einu sinni hógvær

    Hinn hollenski þjálfari FC Bayern, Louis Van Gaal, segist eiga örlítið í José Mourinho, þjálfara Inter, en þeir tveir mætast með lið sín á laugardag í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikbann Ribery stendur

    Það varð endanlega ljóst í dag að Franck Ribery spilar ekki úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Inter um næstu helgi. Íþróttadómstóll í Sviss tók málið fyrir í dag og hafnaði beiðni FC Bayern um að aflétta leikbanninu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho segist ekki hafa talað við nein félög

    Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hann hafi ekki rætt við nein félög um framtíðarstarf en mikið hefur verið skrifað og slúðrað um framtíð hans í boltanum. Mourinho gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Inter.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Áfrýjun Bayern hafnað

    Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Franck Ribery verður ekki með Bayern München gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern búið að áfrýja

    Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það hefur móttekið áfrýjun Bayern München við úrskurði aganefndar sambandsins um að dæma Franck Ribery í þriggja leikja bann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Inter fagnaði í Barcelona - myndir

    Það var rafmagnað andrúmsloftið á Camp Nou í Barcelona í kvöld er Inter sótti Barcelona heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Verð áfram hjá Inter næsta vetur

    José Mourinho, þjálfari Inter, réð sér engan veginn fyrir kæti í kvöld er lið hans, Inter, gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona út úr Meistaradeild Evrópu. Hann var svo kátur að hann lýsti því yfir að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sneijder: Draumur að rætast

    Hollendingurinn Wesley Sneijder var ekki áberandi í liði Inter í kvöld enda spilaði liðið eingöngu varnarleik. Hann var afar kátur eftir leikinn og bíður spenntur eftir að komast á Santiago Bernabeau þar sem úrslitaleikurinn fer fram en þar lék hann með Real Madrid áður en hann fór til Inter.

    Fótbolti