Torres: Veit ekki hvað Guardiola gerir til að halda öllum ánægðum hjá Barca Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 12:15 Pep Guardiola og Valentina dóttir hans. Mynd/Nordic Photos/Getty Fernando Torres, leikmaður Chelsea og spænska landsliðsins, hrósaði Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, fyrir það hversu vel honum gengur að halda leikmönnum Barcelona við efnið. Hinn fertugi Guardiola er búinn að vinna 12 titla af 15 mögulegum síðan að hann tók við Barcelona. „Í dag er eitt lið sem er langt fyrir ofan önnur lið á Spáni og í Evrópu og það lið er Barcelona," sagði Fernando Torres í viðtali inn á heimasíðu spænsku deildarinnar. „Það er samt örugglega erfitt að halda uppi metnaðinum hjá Barcelona. Þú vinnur kannski allt í tvö ár en á þriðja árinu gengur ekki allt upp og á því fjórða fara leikmenn að vilja fara frá félaginu," nefnir Torres sem dæmi en svo er ekki þróunin á Nývangi enda Barcelona þegar búið að vinna tvo titla á þessu tímabili. „Það er ekki auðvelt að vinna á hverju ári og ég veit ekki hvað Guardiola gerir til þess að halda öllum leikmönnunum sínum ánægðum. Það sem skiptir líka miklu máli er að hann finnur hlutverk handa öllum leikmönnum og samt eru alltaf að koma upp leikmenn í gegnum unglingastarfið. Þetta er allt annað en auðvelt," sagði Torres og hann tjáði sig líka um ótrúlega yfirburði Barca og Real í spænsku deildinni. „Deildin er ekkert lakari en hún hefur verið þrátt fyrir yfirburði Barcelona og Real Madrid. Barcelona og Real Madrid eru bara með miklu betri lið en þau voru með áður en ég held að hin liðin séu í sama gæðaflokki og þau voru áður," sagði Torres. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Fernando Torres, leikmaður Chelsea og spænska landsliðsins, hrósaði Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, fyrir það hversu vel honum gengur að halda leikmönnum Barcelona við efnið. Hinn fertugi Guardiola er búinn að vinna 12 titla af 15 mögulegum síðan að hann tók við Barcelona. „Í dag er eitt lið sem er langt fyrir ofan önnur lið á Spáni og í Evrópu og það lið er Barcelona," sagði Fernando Torres í viðtali inn á heimasíðu spænsku deildarinnar. „Það er samt örugglega erfitt að halda uppi metnaðinum hjá Barcelona. Þú vinnur kannski allt í tvö ár en á þriðja árinu gengur ekki allt upp og á því fjórða fara leikmenn að vilja fara frá félaginu," nefnir Torres sem dæmi en svo er ekki þróunin á Nývangi enda Barcelona þegar búið að vinna tvo titla á þessu tímabili. „Það er ekki auðvelt að vinna á hverju ári og ég veit ekki hvað Guardiola gerir til þess að halda öllum leikmönnunum sínum ánægðum. Það sem skiptir líka miklu máli er að hann finnur hlutverk handa öllum leikmönnum og samt eru alltaf að koma upp leikmenn í gegnum unglingastarfið. Þetta er allt annað en auðvelt," sagði Torres og hann tjáði sig líka um ótrúlega yfirburði Barca og Real í spænsku deildinni. „Deildin er ekkert lakari en hún hefur verið þrátt fyrir yfirburði Barcelona og Real Madrid. Barcelona og Real Madrid eru bara með miklu betri lið en þau voru með áður en ég held að hin liðin séu í sama gæðaflokki og þau voru áður," sagði Torres.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira