Fótbolti

Áfrýjun leikbanns Arsene Wenger tekin fyrir hjá UEFA í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fær að vita það í dag hvort að UEFA taki til greina áfrýjun hans vegna tveggja leikja banns sem hann á yfir höfði sér. Wenger virti ekki leikbann sitt á dögunum og reyndi að stýra liði sínu úr stúkunni.

Wenger fékk tveggja leikja bann fyrir að virða ekki leikbann sitt í fyrri leik Arsenal og Udinese í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fór fram á Emirates-leikvanginum og sást Wenger margoft koma skilaboðum niður á bekkinn til þeirra sem áttu að stýra liðinu í fjarveru hans.

Wenger hélt að hann mætti koma skilaboðum áleiðis í gegnum þriðja mann en aganefnd UEFA var ekki sammála því og dæmi hann í þetta tveggja leikja bann. Wenger áfrýjaði banninu og fékk því að stjórna Arsenal-liðinu í seinni leiknum á móti Udinese sem Arsenal vann 2-1.

Verði bann Wenger staðfest í dag þá má hann ekki stýra liðinu í tveimur fyrstu leikjum liðsins í Meistaradeildinni sem verða gegn þýska liðinu Dortmund á útivelli og gríska liðinu Olympiakos á heimavelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×