Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. Viðskipti innlent 26. október 2022 17:42
Uppáhalds kjúklinga-sellerísalat Tobbu Marínós „Ég trúi nú ekki svona töfrasögum og ætlaði ekki að verða einhver forsprakki í grænbrúsksértrúasöfnuði,” segir Tobba Marínós í samtali við Vísi. Hún lýsir því hvernig sellerí varð hluti af hennar lífi en í dag byrjar hún alla daga með sellerísafa í hönd. Matur 26. október 2022 16:01
Ítölsk notalegheit á Nesinu Gamall bóndabær úti á Nesi er orðinn einn ástsælasti veitingastaður borgarinnar. Andrúmsloftið er heimilislegt og ítölsk matarstemmingin leikur við bragðlaukana. Einstakt útsýni til Snæfellsjökuls og út á Sundin blá tekur á móti gestum. Ráðagerði er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 24. október 2022 11:32
Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Innlent 23. október 2022 09:01
Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Innlent 19. október 2022 22:52
Heimila samruna Haga og Eldum rétt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. Viðskipti innlent 18. október 2022 07:29
Skemmtilegir hlutir til að gera í London Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. Ferðalög 16. október 2022 16:25
Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Erlent 15. október 2022 23:30
Hafa áhyggjur af illa nærðum ungmennum Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum lýsti áhyggjum sínum af föstum og næringu ungmenna í bakþönkum Fréttablaðsins í gær. Í samtali við fréttastofu segir hún mikilvægt að passa venjur barna en það henti þeim illa að vera fastandi. Skólastjórnendur Garðaskóla í Garðabæ segja skólahjúkrunarfræðing hafa tekið eftir slæmum venjum nemenda í reglubundnum skimunum hjá 9. bekk. Þau biðla til foreldra að fylgjast með næringu barna sinna. Innlent 13. október 2022 17:27
Macros á Ísey Skyr Bar - hentugustu máltíðir á Íslandi? Hin svokallaða Macros hugmyndafræði er að verða sífellt vinsælli meðal íslenskra matgæðinga. Macros snýst um að borða ákveðið magn af próteini, fitu og kolvetnum til þess að ná markmiðum sínum; hvort sem það er að léttast, bæta á sig vöðvamassa eða þyngjast. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og því ekki skrítið að sífellt fleiri séu að temja sér Macros. Samstarf 13. október 2022 11:51
Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum. Viðskipti innlent 11. október 2022 08:58
Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. Lífið 9. október 2022 19:12
Silli kokkur keppir á stærstu götubitakeppni í heimi Sigvaldi Jóhannesson keppir á stærstu götubitakeppni í heimi, keppninni European Street Food Awards sem fer fram um helgina í Munich, Þýskalandi. Matarvagninn fór á flug hjá hjónunum fyrir einskæra tilviljun þegar þegar Covid skall á. Lífið 6. október 2022 16:36
Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Innlent 3. október 2022 20:31
Breyttar matarvenjur Íslendinga: Unnar kjötvörur og soðnar kartöflur að hverfa úr matarmenningunni Matarvenjur Íslendinga hafa breyst töluvert síðustu áratugi eða síðan fiskbúðingur og fiskibollur í dós voru dags daglega á borðum. Rithöfundurinn og matarunnandinn Nanna Rögnvaldardóttir hefur fylgst vel með þeirri þróun sem hefur átt sér stað. Lífið 2. október 2022 11:30
Villisveppaostur og Rjómasveppasósa innkölluð vegna aðskotahlutar Mjólkursamsalan og Aðföng hafa ákveðið að kalla inn Villisveppaost ásamt Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Aðskotahlutur fannst í kryddi sem notað var við framleiðslu. Viðskipti innlent 29. september 2022 12:35
Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Erlent 24. september 2022 14:30
„Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. Innlent 20. september 2022 21:30
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. Lífið 20. september 2022 13:31
„Amma, maturinn stingur“ Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. Innlent 18. september 2022 14:11
Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Neytendur 17. september 2022 22:31
Hreinn og ferskur millibiti sem bragð er að Froosh ávextirnir eru eitt fullkomnasta millimál sem hægt er að velja sér. Froosh er hundrað prósent hrein vara, án allra aukaefna. Froosh er heilsuvara vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 13. september 2022 08:53
Sigurður valinn besti kökugerðarmaður í heimi Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi var valinn kökugerðarmaður ársins á heimsþingi bakara og kökugerðarmanna í gær. Titillinn er með æðstu viðurkenningum sem kökugerðarmönnum getur hlotnast í heiminum. Matur 11. september 2022 12:58
Risastór áfangi í íslenska bakarabransanum Ríflega sjötíu bakarar eru staddir hér á landi til að taka þátt á heimsþingi bakara og kökugerðamanna. Í kvöld fer fram gala-kvöldverður á Grand Hótel þar sem heiðraðir verða bakari ársins og kökugerðamaður ársins, en sá síðarnefndi er Íslendingur. Nöfn sigurvegara verða tilkynnt í kvöld. Innlent 10. september 2022 13:09
Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. Neytendur 9. september 2022 21:30
Loka Ísbúð Brynju í Lóuhólum Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel. Viðskipti innlent 7. september 2022 14:37
Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Viðskipti innlent 7. september 2022 11:29
Fyrsta borgin til að banna kjötauglýsingar Borgin Haarlem í Hollandi hefur ákveðið að bannað auglýsingar á kjötvörum í almannarýmum. Borgin er sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingarnar. Viðskipti erlent 6. september 2022 15:05
Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Erlent 6. september 2022 10:48
Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Lífið 30. ágúst 2022 18:09