Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Margrét Björk Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 18. desember 2023 20:55 Nær öll matvara hefur hækkað á milli ára, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. ASÍ safnaði verðum þann 13. desember síðastliðinn og báru saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var sama dag, ári áður. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á tímabilinu. Verð hækkaði mest í versluninni Iceland, þar sem matvaran hækkaði að meðaltali um 17 prósent. Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48 prósent. Matur í Heimkaupum hækkaði minnst, að meðaltali um 6 prósent. Þá hafði Hagkaup hækkað verð á 95 prósent af vörum sínum á milli ára. Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest Hækkunin er misjöfn milli verslana en dæmi eru um að Machintosdolla hafi hækkað um 45 prósent, lambahryggur um 35 prósent og appelsín um 50 prósent. Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við nokkra einstaklinga um hækkanirnar og hvort þær hefðu áhrif á þeirra innkaup. „Maður er að passa sig og halda betur utan um peningana. Það verður leyft sér minna,“ sagði Petrea. Hún sagðist helst skera niður í gjafa-og matarinnkaupum fyrir jólin. Ingjbjörg Óðinsdóttir sagði hækkað matarverð hafa áhrif á sig allt árið um kring, ekki bara nú fyrir jólinn. Matseðilinn hefði breyst, hún keypti minna kjöt og aðrar dýrar vörur. Sita tók í svipaðan streng og sagðist takmarka það sem hún keypti. Hún kaupir inn fyrir vini sína og fjölskyldumeðlimi árlega en neyðist til að kaupa minna í ár. En hækkandi verðlag bítur ekki alla, til dæmis ekki Guðjónu Ásgrímsdóttur sem kaupir það sama og áður. Það sama gildir um Berglindi Agnarsdóttur. „Maður splæsir bara, en það er alltaf jafn blóðugt.“ Neytendur Verðlag Matvöruverslun Matur Jól Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
ASÍ safnaði verðum þann 13. desember síðastliðinn og báru saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var sama dag, ári áður. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á tímabilinu. Verð hækkaði mest í versluninni Iceland, þar sem matvaran hækkaði að meðaltali um 17 prósent. Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48 prósent. Matur í Heimkaupum hækkaði minnst, að meðaltali um 6 prósent. Þá hafði Hagkaup hækkað verð á 95 prósent af vörum sínum á milli ára. Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest Hækkunin er misjöfn milli verslana en dæmi eru um að Machintosdolla hafi hækkað um 45 prósent, lambahryggur um 35 prósent og appelsín um 50 prósent. Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við nokkra einstaklinga um hækkanirnar og hvort þær hefðu áhrif á þeirra innkaup. „Maður er að passa sig og halda betur utan um peningana. Það verður leyft sér minna,“ sagði Petrea. Hún sagðist helst skera niður í gjafa-og matarinnkaupum fyrir jólin. Ingjbjörg Óðinsdóttir sagði hækkað matarverð hafa áhrif á sig allt árið um kring, ekki bara nú fyrir jólinn. Matseðilinn hefði breyst, hún keypti minna kjöt og aðrar dýrar vörur. Sita tók í svipaðan streng og sagðist takmarka það sem hún keypti. Hún kaupir inn fyrir vini sína og fjölskyldumeðlimi árlega en neyðist til að kaupa minna í ár. En hækkandi verðlag bítur ekki alla, til dæmis ekki Guðjónu Ásgrímsdóttur sem kaupir það sama og áður. Það sama gildir um Berglindi Agnarsdóttur. „Maður splæsir bara, en það er alltaf jafn blóðugt.“
Neytendur Verðlag Matvöruverslun Matur Jól Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira