Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:20 Einbeittur í keppninni. Mynd/Ómar Vilhelmsson Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland) Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland)
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira