Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera. Lífið 5.3.2025 16:00
Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag. Viðskipti innlent 5.3.2025 15:03
Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag. Neytendur 4.3.2025 11:21
Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina. Lífið samstarf 21. febrúar 2025 11:30
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Erlent 21. febrúar 2025 11:26
Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Skoðun 21. febrúar 2025 10:47
Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott? Matur 19. febrúar 2025 19:24
Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur. Lífið 18. febrúar 2025 15:54
Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að ljúffengum núðlurétti sem tekur aðeins fimm mínútur að matreiða, fullkominn á mánudegi. Lífið 17. febrúar 2025 14:48
Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins. Viðskipti innlent 15. febrúar 2025 21:46
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts. Skoðun 14. febrúar 2025 20:33
Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði? Lífið 14. febrúar 2025 14:03
Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Viðskipti innlent 14. febrúar 2025 13:26
„Sorgleg þróun“ Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag. Lífið 14. febrúar 2025 12:30
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. Innlent 13. febrúar 2025 23:00
Hækka lágmarksverð mjólkur Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Verðlagsbreytingin tekur gildi þann 17. febrúar. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 17:46
Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. Innlent 12. febrúar 2025 23:29
Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða. Matur 12. febrúar 2025 19:30
Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Það var stuð og stemning og mikil spenna í loftinu þegar Íslandsmót nema- og ungsveina í veitingagreinum fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um helgina. Þrír hlutu Íslandsmeistaratitilinn og sköruðu fram úr í fagmennsku, nákvæmni, skapandi eiginleika og seiglu. Matur 12. febrúar 2025 10:02
Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. Atvinnulíf 12. febrúar 2025 07:00
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. Innlent 11. febrúar 2025 18:34
Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus „Það er engin leið að segja nákvæmlega hvað fór úrskeiðis, hvernig þessi baktería komst inn í okkar vistkerfi og afhverju þetta smitaði svona marga.“ Innlent 11. febrúar 2025 06:59
Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Annar sunnudagur febrúar er á hverju ári hræðilegur dagur í augum hænsna. Þá er þeim slátrað í massavís og vængjum þeirra og lærleggjum troðið í fúla kjafta um heiminn allan. Matur 10. febrúar 2025 12:13
Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum. Lífið 9. febrúar 2025 20:00