„Aðili í annarlegu ástandi að væflast út á götu“ horfinn þegar lögregla kom Tilkynnt var um „aðila í annarlegu ástandi að væflast úti á götu,“ en þegar lögreglu bar að garði var einstaklingurinn hvergi sjáanlegur. Þetta var meðal mála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 10. apríl 2022 19:14
Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands. Innlent 10. apríl 2022 07:41
Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús. Innlent 9. apríl 2022 07:31
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8. apríl 2022 09:58
Braust inn í flutningabíla og reyndi að flýja frá lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi sem hafði verið reyna að brjóta sér leið inn í flutningabíla í hverfi 104 í Reykjavík. Hann reyndi svo að hlaupa á brott frá lögreglu. Innlent 8. apríl 2022 08:05
Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu. Innlent 8. apríl 2022 07:43
Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. Innlent 7. apríl 2022 15:31
Tveir handteknir vegna líkamsárásar í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna ýmissa mála í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 201 í Kópavogi þar sem tveir voru handteknir grunaðir um verknaðinn. Innlent 7. apríl 2022 07:19
Ítrekuð slagsmál og hópslagsmál í miðborginni Ítrekað kom til slagsmála og hópslagsmála í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir lokun veitingastaða í gærkvöldi. Innlent 5. apríl 2022 07:08
Vonast til að ná flaki TF ABB af botni vatnsins um miðjan apríl Stýrihópur um aðgerðir til að ná flaki flugvélarinnar TF ABB af botni Þingvallavatns áformar að hittast í vikunni og undirbúa vinnu við björgun. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. Innlent 4. apríl 2022 11:20
Kviknaði í tveimur bílum í Árbænum Nokkur erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en dælubílar voru sex sinnum kallaðir út. Innlent 4. apríl 2022 07:19
Líkamsárás í Kópavogi eldsnemma í morgun Töluverður erill var hjá lögreglu í dag, til að mynda var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi klukkan fimm í morgun. Árásarþoli var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 3. apríl 2022 18:19
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. Innlent 3. apríl 2022 10:01
Létu ekki duga að flýja lögreglu á bíl Lögreglumenn hófu stutta eftirför á þriðja tímanum í nótt þegar ökumaður í miðbæ Reykjavíkur hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Innlent 2. apríl 2022 08:43
Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis. Innlent 1. apríl 2022 19:01
„Með klút um hálsinn því ég var enn með mar eftir hendurnar á honum“ Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, segir að lögreglukona hafi tjáð henni fyrir fjórum árum að árás sem hún hafi orðið fyrir árið 2012 væri álitin tilraun til manndráps í dag. Lífið 1. apríl 2022 14:00
Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. Innlent 1. apríl 2022 08:27
Kölluð út vegna kaffihúsagests sem neitaði að fara af salerninu við lokun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti talsverðum fjölda ólíkra verkefna í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var meðal annars kölluð út vegna manns sem var sofandi í leigubíl, hunds sem hafði bitið vegfarenda, manns sem var á gangi með umferðarskilti, samkvæmishávaða víða um borg og manna sem voru að ganga á bílum. Innlent 1. apríl 2022 07:41
Nemandi réðst á kennara í Reykjavík Lögregla var kölluð að skóla í Reykjavík fyrr í dag eftir að nemandi réðst á kennara í skólanum og braut rúðu. Lögreglan segir að unnið verði að málinu í samráði við viðkomandi skóla og foreldra nemandans. Innlent 31. mars 2022 23:13
Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu. Innlent 31. mars 2022 13:52
Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30. mars 2022 17:25
Ökumaður stakk af en sá síðan að sér Árekstur varð á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan 15 í dag. Ökumaður annars bílsins stakk af vettvangi en sá að sér skömmu síðar. Innlent 30. mars 2022 17:16
Alvarleg líkamsárás á starfsmann Vinakots Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar alvarlega líkamsárás sem beindist gegn starfsmanni í einu af búsetuúrræðum Vinakots í síðustu viku. Starfsmaðurinn hefur lýst því á samfélagsmiðlum hvernig hann hafi fengið mjög mörg þung höfuðhögg og þurfi að notast við hjólastól til að komast á mili staða. Innlent 30. mars 2022 15:56
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. Innlent 29. mars 2022 11:03
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. Innlent 28. mars 2022 15:28
Lögreglan óskar eftir að ná tali af karlmanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í síma 444 1000. Innlent 28. mars 2022 15:19
Sigmundi sárnaði glósur og háðstónn í umfjöllun um fjárkúgunarmálið Sumarið 2015 barst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra landsins bréf þar sem því var hótað að óþægilegar upplýsingar um hann myndu birtast um hann ef hann borgaði ekki átta milljónir króna. Innlent 28. mars 2022 11:54
Ók á gangandi vegfaranda og stakk af Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. Innlent 27. mars 2022 07:31
Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Innlent 26. mars 2022 10:48
Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. Innlent 26. mars 2022 07:36