Hnífamaður gengur enn laus Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 10:26 Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leit standi enn yfir að manninum. Hann vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um leitina vegna rannsóknarhagsmuna. Áður hefur komið fram að maðurinn hafi stungið annan á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudagsins 4. júlí síðastliðinn. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn Eiríks er líðan hans góð en hann gat ekki staðfest hvort maðurinn væri kominn af spítala. Áður hefur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagt í samtali við Vísi að lögregla muni kanna hvort lýst verði eftir manninum ef leit ber ekki árangur. Eiríkur vill ekki gefa upp hvort hringurinn hafi þrengst undanfarna daga. Rannsókn á manndrápi á Lúx nær lokið Rannsókn lögreglu á andláti karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar höfuðhöggs á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í júní er mjög langt komin að sögn Eiríks. Hinum grunaða í málinu, sem er Íslendingur á þrítugsaldri, var sleppt úr haldi í lok síðasta mánaðar. Hann hefur hins vegar enn réttarstöðu sakbornings. Eiríkur segir lögreglu bíða eftir endanlegri niðurstöðu krufningar. Hann vill ekki gefa upp fjölda vitna sem lögregla ræddi við í tengslum við málið. Hann segir þó að um töluverðan fjölda hafa verið að ræða. Lögreglumál Látinn eftir líkamsárás á LÚX Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leit standi enn yfir að manninum. Hann vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um leitina vegna rannsóknarhagsmuna. Áður hefur komið fram að maðurinn hafi stungið annan á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudagsins 4. júlí síðastliðinn. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn Eiríks er líðan hans góð en hann gat ekki staðfest hvort maðurinn væri kominn af spítala. Áður hefur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagt í samtali við Vísi að lögregla muni kanna hvort lýst verði eftir manninum ef leit ber ekki árangur. Eiríkur vill ekki gefa upp hvort hringurinn hafi þrengst undanfarna daga. Rannsókn á manndrápi á Lúx nær lokið Rannsókn lögreglu á andláti karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar höfuðhöggs á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í júní er mjög langt komin að sögn Eiríks. Hinum grunaða í málinu, sem er Íslendingur á þrítugsaldri, var sleppt úr haldi í lok síðasta mánaðar. Hann hefur hins vegar enn réttarstöðu sakbornings. Eiríkur segir lögreglu bíða eftir endanlegri niðurstöðu krufningar. Hann vill ekki gefa upp fjölda vitna sem lögregla ræddi við í tengslum við málið. Hann segir þó að um töluverðan fjölda hafa verið að ræða.
Lögreglumál Látinn eftir líkamsárás á LÚX Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira