Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 13:11 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð að gosinu áður en svæðið var lokað fyrir almenningi. Vísir/Vilhelm Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Dvöl eða umferð almennings er bönnuð á skilgreindu hættusvæði sem sjá má yfirstrikað á meðfylgjandi korti. Kortið sýnir auk þess gönguleiðir að útsýnisstöðum en lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu. Fólki er bent á að ganga að Hraunssels-Vatnsfelli, suðaustan við Litla-Hrút en er ekki heimilað að ganga lengra eða fara nær gosinu. Nýja kortið sýnir gönguleiðir og skilgreind hættusvæði sem almenningi er óheimilt að fara inn á. Lögreglan Lögregla með auknar valdheimildir í ljósi hættustigs Hættustig almannavarna er áfram í gildi vegna eldgossins við Litla-Hrút en við slíkar aðstæður virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar því er aflýst. „Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt væri að því að slökkva seinustu kafla gróðureldanna í dag. Mikil skaðleg mengun hefur komið frá þurrum mosa síðustu daga sem hefur logað glatt eftir að hann komst í snertingu við eldheitt hraunið frá eldgosinu. Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Göngukort_og_hættusvæðiPDF4.1MBSækja skjal Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Dvöl eða umferð almennings er bönnuð á skilgreindu hættusvæði sem sjá má yfirstrikað á meðfylgjandi korti. Kortið sýnir auk þess gönguleiðir að útsýnisstöðum en lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu. Fólki er bent á að ganga að Hraunssels-Vatnsfelli, suðaustan við Litla-Hrút en er ekki heimilað að ganga lengra eða fara nær gosinu. Nýja kortið sýnir gönguleiðir og skilgreind hættusvæði sem almenningi er óheimilt að fara inn á. Lögreglan Lögregla með auknar valdheimildir í ljósi hættustigs Hættustig almannavarna er áfram í gildi vegna eldgossins við Litla-Hrút en við slíkar aðstæður virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar því er aflýst. „Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt væri að því að slökkva seinustu kafla gróðureldanna í dag. Mikil skaðleg mengun hefur komið frá þurrum mosa síðustu daga sem hefur logað glatt eftir að hann komst í snertingu við eldheitt hraunið frá eldgosinu. Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Göngukort_og_hættusvæðiPDF4.1MBSækja skjal
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40