Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2023 16:42 Íslenski rokkbarinn þar sem ungmennin íslensku hittu fyrir 27 ára Pólverja. Til átaka kom sem lauk á bílastæði við Fjarðarkaup, hinum megin við götuna. Vísir/Vilhelm Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. Tæpar tólf vikur eru liðnar síðan 27 ára pólskur karlmaður lést eftir að hafa verið stunginn ítrekað með eggvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu játaði nítján ára karlmaður sök fljótlega eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir manndráp og sömuleiðis tveir sautján ára drengir. Þeir þrír og sautján ára stúlka hittu karlmanninn á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að átök brutust út á milli hópsins sem lauk með því að karlmanninum var ráðinn bani á bílastæði Fjarðarkaupa handan götunnar. Allir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Sá elsti innan veggja fangelsis en hinir yngri á viðeigandi stofnun. Stúlkan losnaði fljótlega úr gæsluvarðhaldi eftir að málið kom upp. Fram kom í úrskurði Landsréttar að stúlkan hefði tjáð lögreglu að hún hefði ekki tekið þátt í átökunum heldur verið í fimm til átta metra fjarlægð. Átökin hefðu aðallega verið á milli tvegja. Í kæru Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns stúlkunnar sem mótmælti upphaflegu gæsluvarðhaldi yfir henni, lagði hann áherslu á að stúlkan væri lykilvitni en ekki gerandi í málinu. „Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“ Stúlkan er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Í 221. grein almennra hegningarlaga segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. 3. júlí 2023 20:01 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Tæpar tólf vikur eru liðnar síðan 27 ára pólskur karlmaður lést eftir að hafa verið stunginn ítrekað með eggvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu játaði nítján ára karlmaður sök fljótlega eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir manndráp og sömuleiðis tveir sautján ára drengir. Þeir þrír og sautján ára stúlka hittu karlmanninn á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að átök brutust út á milli hópsins sem lauk með því að karlmanninum var ráðinn bani á bílastæði Fjarðarkaupa handan götunnar. Allir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Sá elsti innan veggja fangelsis en hinir yngri á viðeigandi stofnun. Stúlkan losnaði fljótlega úr gæsluvarðhaldi eftir að málið kom upp. Fram kom í úrskurði Landsréttar að stúlkan hefði tjáð lögreglu að hún hefði ekki tekið þátt í átökunum heldur verið í fimm til átta metra fjarlægð. Átökin hefðu aðallega verið á milli tvegja. Í kæru Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns stúlkunnar sem mótmælti upphaflegu gæsluvarðhaldi yfir henni, lagði hann áherslu á að stúlkan væri lykilvitni en ekki gerandi í málinu. „Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“ Stúlkan er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Í 221. grein almennra hegningarlaga segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. 3. júlí 2023 20:01 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. 3. júlí 2023 20:01
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent