Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:24 Lögregla hafði í nægu að snúast á vaktinni í nótt ef marka má tilkynningu hennar í morgun. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira